Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1942, Page 18

Skinfaxi - 01.12.1942, Page 18
SlvINFAXI (i() Enda hræddist þú skuggann og skelkaður hímdir í skotinu, ábyrgðarlaus. Þú lézt b jóða þér hlutskipti blauðasta þrælsins, svo að bgrgisl þinn dgrmæti haus. III. En mikil var áraunin manndómi þínum, þú maður við norðasta haf, er hrópaði sál þín á hluttöku þína og hjarta þitt úrskurðinn gaf. Og þeim hefði fundizt þín lífshætta litil og lagt á þig kímilegt mat, scm börðust í Transvaal, sem vörðust hjá Verdun og verja nú Stalingrad. Og hann hefði gjarnan mátt segja þér sína sögu um hlutlegsi og grið, sem barðist á Noregs fönnugu fjöllum og féll þar, við bróður síns hlið. — Jú, þú átt þér eitt svar: Þar sem orustur heyast til úrslita, þar eða hér, þá velta þau lítið á vesaling einum. — Og þó velta þau alltaf á þér. IV. Nú brjótast í svefnrofum barnungir tímar við bylting og hergöngulag. Það er hamingja þín, eða hamingjuleysi, þessi hending: að lifa í dag. Þú ert hamingjulaus, ef þú hættir ei neinu, þá mun hugleysið verða þín gröf, og þá tapast þér framtíð og tilveruréttur, þá tapast þér lönd þín og höf.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.