Skinfaxi - 01.12.1942, Blaðsíða 18
SlvINFAXI
(i()
Enda hræddist þú skuggann og skelkaður hímdir
í skotinu, ábyrgðarlaus.
Þú lézt b jóða þér hlutskipti blauðasta þrælsins,
svo að bgrgisl þinn dgrmæti haus.
III.
En mikil var áraunin manndómi þínum,
þú maður við norðasta haf,
er hrópaði sál þín á hluttöku þína
og hjarta þitt úrskurðinn gaf.
Og þeim hefði fundizt þín lífshætta litil
og lagt á þig kímilegt mat,
scm börðust í Transvaal, sem vörðust hjá Verdun
og verja nú Stalingrad.
Og hann hefði gjarnan mátt segja þér sína
sögu um hlutlegsi og grið,
sem barðist á Noregs fönnugu fjöllum
og féll þar, við bróður síns hlið.
— Jú, þú átt þér eitt svar: Þar sem orustur heyast
til úrslita, þar eða hér,
þá velta þau lítið á vesaling einum.
— Og þó velta þau alltaf á þér.
IV.
Nú brjótast í svefnrofum barnungir tímar
við bylting og hergöngulag.
Það er hamingja þín, eða hamingjuleysi,
þessi hending: að lifa í dag.
Þú ert hamingjulaus, ef þú hættir ei neinu,
þá mun hugleysið verða þín gröf,
og þá tapast þér framtíð og tilveruréttur,
þá tapast þér lönd þín og höf.