Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.12.1942, Qupperneq 32

Skinfaxi - 01.12.1942, Qupperneq 32
80 SKINFAXI skilja tilgang- hvers atriðis og tileinka sér hvert skref, :grip og viðbragð rétt. 1. Byrjaðu á því að temja þér grip fingranna um vafninginn. 2. Æfðu að fella spjótið niður í seilstöðuna. a) Láttu fyrst félaga þinn standa til hliðar við þig og halda báðum höndum um spjótið sinn hvoru megin vi? grip þitt um vafninginn. Hann stjórnar spjótinu fyrst; b) siðan þegar þér er orðin töm færslan heldur liann laust um spjótið og lætur þig færa það, en gætir þess að spjótið viki ekki út frá réttri stefnu. Félagi þinn verður að hafa nánar gætur á snúningi handarinnar. Mundu að liendin snýst út á við í færslunni og í fullri seilstöðu snýr lófinn (fingumir) niður. :3. Þá æfir þú framdráttinn með félaga þínum. Stattu í kaststöðunni og seilstu með spjótið aftur. Félagi þinn grípur um enda þess. Þú líkir svo eftir kasthreyfingunni, vindur mjöðm- ina fram, réttir úr hnénu og snýrð þvi inn á við. Færð brjóstið þvert fram og öxlina upp. Nú snýrð þú liendinni inn á við (lófann upp) og dregur spjótið að þér yfir öxlina með olnbogann á undan. Félagi þinn heldur laust í spjótið en fylgir því eftir í drætti þess fram yfir öxlina. Eins má æfa þessar hreyfingar spjótlaust. Þá tekur félagi þinn um fingur þér og veitir lianddrættinum fram yfir öxlina hæfilegt viðnám. Um leið og hann atliugar hendina og færslu armsins fram á við, verður hann að hafa gát á mjöðm, hné, fettu baksins og að brjóstið viti beint fram áður en færsla arms- ins byrjar. •4. Undirbúningsskrefin æfir þú fyrst spjótlaust. a) Fyrst aðeins skrefin, en þegar þau em töm, b) þá byrjar þú að æfa þig um leið í að fella kast-

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.