Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1942, Page 37

Skinfaxi - 01.12.1942, Page 37
SKINFAXI 85 ckki, og vöðvar hans litra af afli, sem þú þekkir ekki til hlítar. Hvað vill þetta stórkostlega afl? Mun hnefinn mikli krepp- ast og kremja þig í sundur? Eða er hann að skýla þér, vernda þig og varðveita? Er harni að hlúa að þvi, sem lifir, •—- þvi sem er viðkvæmt og veikt? Kíltu í kringum þig, og þá mætir auga þínu önnur opinberun þeirra kyngikrafta, sem hér eru að verki. Sjáðu gróðurinn, sem þessi ógnarfjöll geyma? Upp eftir öllum hlíðum, jafnvel upp á suma af hæstu hnúkun- um, eru breiður sígrænna skóga. Það eru barrskógar. Gróð- urinn, sem er að sínu leyti eins mikilfenglegur og fjöllin sjálf, skapar hlýleik, sem vegur nokkuð upp á móti hinni köldu tign grjótsins. í vesturhlíðum fjallanna naut meiri vara og loftslagið var mildara. Þar voru skógabreiður, sem mér var sagt að væru að jafnaði 250 feta háar. Það er ekki sízl hinn mikilfenglegi skógargróður, sem gerir Klettafjöllin ólík- ust íslenzkum fjöllum. En jafnvel þó að þvi væri ekki til að dreifa, er bæði litur og lögun frábrugðin. Grjótið er yfirleitt Ijósgrátt að lit, bæði skriður og hamrar, en lögun fjallanna ákvarðast af því, að þau eru fellingafjöll. Einhvern tíma fyrir iirófi alda, og sjálfsagt á óralöngum tíma, liafa þau umbrot orðið í jarðskorpunni, að björgin hröngluðust upp, eins og t. d. ís á vatni, þegar stormur og straumur knýr hann upp að landi. Hamrabelti, eitt upp af öðru, eins og algeng eru í íslenzkum fjöllum, hjallar og stallar, rákir, sem liggja sam- síða eftir endilöngum fjallgörðunum, þetta sá ég ekki í Ivletta- fjöllunum. Ein fjallshlið var það, sem að lögun minnti mig mest á hlíðarnar hér. Það var lilíðin upp af hinni stórkost- lega gistihúsi og sumarhöll í Banff. Inni í miðjum fjallaklasanum stendur smábærinn Banff. Bærinn sjálfur mun ckki fara mikið fram úr Vestmannaeyj- um, en á sumrin koma þar og fara menn hundruðum saman á hverjum degi. í Canada eru einn eða tveir þjóðgarðar í hverju fylki. Eru til þeirra valdir hinir unaðslegustu staðir, sem síðan eru varðveittir eins og náttúran hefir frá þeim gengið, að svo miklu leyti sem unnt er. Þangað eru lagðir afbragðs akvegir. Þar eru byggðir sumarskálar og gistihús. íþróttavöllum er komið upp og reynt eftir megni að skapa skilyrði fyrir skemmtilegu útilifi. Meðan fólk dvelur þarna, cr því gefinn kostur á ýmiskonar aðstoð og þægindum, allt frá þvi að fá að elda mat sinn sjálft í almenningseldhúsum og til þess að vera borið á höndum fyrir tugi dollara á sólar- hring. Fylgd er mönnum veitt, ef þeir vilja fara i gönguferð- ir, útreiðartúra, bátsferðir eftir fljótum og vötnum o. s. frv.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.