Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1942, Page 41

Skinfaxi - 01.12.1942, Page 41
SKINFAXI 89 Hann var hinn árvakri og skyldurækni maður, sem vildi vaka yfir hugðarmálum sinum. Hann unni lifinu og vildi hlúa að öllum fögrum frjóöngum og hjálpa þeim til vaxtar og þroska. Hann var jafnan næmur á vornæðingana, er kæla nýgræð- inginn og vildi af alúð veita öllu ungu lífi grið og skjól. Það var ofur eðlilegt, að slíkur maður, er hóf lifsstarf sitt á fyrsta tug tuttugustu aldarinnar, yrði ungmennafélagi. Jóhannes lézt i hyrjun desember 1940, eftir nokkuð lang- varandi vanheilsu. Var hann jarðsunginn að Hvammi. Allmargt ungmennafélaga, yngri og eldri, stóðu yfir moldum hans. Minntust þeir og hans þar að nokkru. Hann var jarðaður við hlið konu sinnar, er látizt hafði 14 árum áður. Hafði Jó- hannes gróðursett reynitré á leiði þeirra, sem nú er orðið allhátt og beinvaxið. Þetta tré, í suðurhorni kirkjugarðsins í Hvammi, breiðir nú blöð sin mót sólu og skýlir leiði manns- ins, seni fann það heilagt hlutverk sitt að lifa með gróandi lifi. II. Bernskuheimili Guðmundar Gunnarssonar er Tindar á Skarðsströ'nd. Ungur missti hann föður sinn og varð þegar snemma að sjá fyrir móður sinni. Eftir að hann giftist eftirlifandi konu sinni, Sigurborgu Sturlaugsdótt- ur frá Akureyjum, bjó hann um nokkurt skeið til og frá í Breiða- fjarðareyjum, en seinna á æsku- heimili sínu Tindum. Vorið 1933 brá hann búi og flutti til Stykkis- hólms og dvaldi þar til dauða- dags. Guðmundur var starfs- inaður mikill og fjölhæfur.Áyngri árum stundaði hann sjómennsku á sumrum, en stundum barna- kennslu á vetrum. Samhliða búskap á Tindum stundaði hann handiðn sína — bókbandið —, og þótli hann bera mjög af öðrum mönnum í nágrenni sínu í þeirri iðn. Eftir að hann flutti til Stykkishólms, slundaði hann algenga vinnu að sumr- inu, en handiðn sina að vetrinum. Eignuðust þau hjón 5 inannvænleg börn. Guðmundur Gunnarsson var einn af stofnendum ungmenna- félagsins „Tilraun“ á Skarðsströnd vorið 1927. Var hann áhrifa-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.