Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1942, Blaðsíða 43

Skinfaxi - 01.12.1942, Blaðsíða 43
SKINFAXI 91 Daníel Ágústínusson: Landsmót U.M.F.Í. vorið 1943. Fjórða landsmót Ungmennaíélags íslands í íþróttum verð- ur haldið í júnimánuði n.k. að Reykholti eða á öðrum hent- ugum stað í Borgarfirði. Tilhögun þess verður svipuð og á Haukadalsmótinu 1940, er heppnaðist með ágætum, sem kunn- ugt er, og á það vafalaust drjúgan þátt i því, að svo fljótt er aftur hafizt handa með landsmót. íþróttamótið í vor á að standa í tvo daga, laugardag og sunnudag. Fyrri daginn fer fram undirbúningskeppni, en þann siðari úrslit i frjálsum íþróttum, glíma og almenn fimleika- sýning. íþróttakennarar U.M.F.Í. og einstök Umf. æfa i vetur tíma- seðil fyrir pilta og stúlkur eftir Björn Jakobsson á Laugar- vatni. Er þess að vænta, að hin almenna fimleikasýning verði með mikilli þátttöku frá öllum héraðssamböndunum, og á allan hátt hin glæsilegasta. í frjálsum íþróttum keppa héraðssamböndin um fagran skjöld, er gefinn var 1940 og þá var unninn af Ungmennasambandi Kjalarnesþings. Undirbúningur mótsins næsta vor er enn í byrjun, en ákveð- ið er að m. a. verði keppt i þessum íþróttagreinum: 1. Hlaup: 100 inetra hlaup, 400 metra hlaup, 3000 metra hlaup. 2. S t ö k k: Langstökk, hástökk, þrístökk, stangarstökk. 3. K ö s t: Kúluvarp, kringlukast, spjótkast. 4. S u n d: 50 m. sund drengja, frjáls aðferð. 50 m. sund kvenna, frjáls aðferð. 100 m. bringusund karla, 100 m. frjáls aðferð karla. 400 m. bringusund karla, 400 m. frjáls aðferð karla. 5. íslenzk glima. Einhverjar reglur verða settar um fjölda þátttakenda frá hverju sambandi i einstökum íþróttagreinum og verður þeim siðar tilkynnt um það. Stjórnin vill hvetja félögin til þess að undirbúa þátttöku sína i iþróttunum rækilega i vetur, svo landsmótið megi bera vaxandi íþróttastarfsemi Umf. öruggt vitni. Höfuð ein-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.