Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1945, Page 9

Skinfaxi - 01.12.1945, Page 9
SKINFAXI 81 félagar verðum umfram allt að gera það, og bar- átta okkar á að beinast að auknum vaxtarskilyrð- um æskunni til handa, hvar sem hún er á landinu. Reykvíkingar í ungmennafélögunum stofnuðu íþróttasamhand íslands 1912. Síðan hefir þetta æsku- lýðssamband starfað með miklum myndarskap und- ir stjórn ágætra forystumanna. Samskipti U.M.F.Í. og I.S.Í. er löng saga og gætir þar mest velvildar þeirra, sem starfa að svipuðu markmiði, þótt I.S.I. samkvæmt eðli sínu sé sérsamband um einn þátt ung- mennafélaganna, íþróttirnar. Nú liafa nokkrir vel- viljaðir menn komið fram með þá miklu nýjung, að U.M.F.Í. og Í.S.Í. sameinuðust i eitt samhand. Mun jal’nvel í ráði, að spyrja ungmennafélögin um það, hvort þau séu fylgjandi slíkri sameiningu. Sá, sem þetta ritar, gerir ekki ráð fyrir, að þessu máli verði lokið með neinni skyndiákvörðun. Auðvitað munu félögin verða við kurteislegri heiðni I.S.f. að athuga þetta mál, en það er spurning, hvort félögin muni yfirleitt sjá sér fært á fertugsafmælinu, að hætta störfum undir sínu fyrra merki og ganga inn í sam- fylkingu, sem varla er enn vissa fyrir hvert muni stefna, nema þá eftir itarlega umhugsun, og að sam- bandsþing félagsskaparins, afmælisþingið á Laug- um næsta vor, hafi áður fengið að segja sitt orð. Það virðist jafn leikur, að ekki aðeins þing Í.S.f. fái þetta mál til meðferðar, óbundið af samþykkt- um einstakra félaga, heldur einnig þing U.M.F.Í. Hér er þess vinsamlegast farið á leit við Sambands- félögin, að þau gefi ekki endanleg svör við þessu máli fyrr en félagsskapurinn í heild hefur haft tæki- færi til þess að taka málið til meðferðar á Sambands- þingi sínu. Ef til vill kemur fyrirspurnarbréf Í.S.Í. inn á af- mælisfundi ungmennafélaganna í vetur. Það skal ósagt látið, hversu það mál samræmist hátíðargleð-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.