Skinfaxi - 01.12.1945, Síða 16
88
SKINFAXI
sérstæður þröstur með niðurbælda söngrödd í þeirri
blöndu margvíslegra manntegunda, sem, hinn ört vax-
andi fiskibær samanstóð af. — Nú skil ég, að það
var vitneskjan um skáldgáfu hans, sem verkaði á
hina alveg sérstaklega skýru mynd, sem af honum
varð í vitund minni.
Eftir ferminguna tók ég að vinna á eyrinni inni
í hænum. Þá var það oft, að félagar mínir fóru með
ýmsar hnittnar stökur og skemmtilega kviðlinga.
Þeir sögðu, að sumir þeirra væru eftir Örn Arnar-
son. Ég man, að þessir kviðlingar kváðu oft við í
ej'rum mér niðri í togaralestum, uppi í salthúsum
og kolabingjum um vökunætur að vetri til, og einn-
ig á fiskreitunum á sólhjörtum sumardögum. —
Kviðlingar og slökur Arnar voru í miklum háveg-
um lijá félögum mínum.
Þegar ég nú tók að leiða talið að höfundi kviðl-
inganna, ])á varð litt af umræðum. Sumir vissu alls
ekki, að Örn Arnarson var Magnús Stefánsson, sem
þá sat við reikninga í húð einni litlu sunnar í bæn-
um. Aðrir vissu að vísu, að Magnús var skáldið,
en þeir létu samt jafnan í ljós undrun um leið og
um það var rætt. Fyrir þeirra hugskotssjónum stóð
Magnús áreiðanlega einhvers staðar utan við tilver-
una, lifði í öðrum heimi i allri sinni lilédrægni og
lítillæti. Þessir félagar minir voru alls ókunnir ævi-
atriðum Magnúsar. Hann var aðfluttur eins og þeir
sjálfir, flestir hverjir, og þeir létu sér það lynda
að taka hann eins og hann var, i háttum sínum all-
fráhrugðinn öðrum mönnum. En kvæðin hans áttu
þeir og skildu og mátu, þótt skáldið gengi um á með-
al þeirra, án þess nokkur kynni á því veruleg skil.
— Og svo var um flesta þá, er ég umgekkst á upp-
vaxtarárum mínum: Þeir kunnu margir eitthvað af
kva^ðum Arnar Arnarsonar, en Magnús Stefánsson