Skinfaxi - 01.12.1945, Qupperneq 18
90
SKINFAXI
unnar til þess að tjá sig. Allt yfirlæti og óþarfa skraut-
girni var honum ógeðfelt og óralangt frá skapgerð
hans.
Og hugsun hans var hressilega heilbrigð, og hugs-
unarliátturinn laus við smámunalega sýtingssemi.
II. Nokkur æviatriði.
Magnús Stefánsson var fæddur 12. des 1884 að
Kverkártungu á Langanesströnd í N.-Múlasýslu. Hann
var af bændafólki kominn í allar ættir. Foreldrar
hans voru hjónin Ingveldur Sigurðardóttir og Stefán
Árnason. Bjuggu þau lijón þar í Kverkártungu við
litil efni en mikla ómegð. Börnin voru sex, fimm
dætur og svo Magnús, sem yngstur var. Heimilið bjarg-
aðist þó, þar til heimilisfaðirinn féll frá. Hann drukkn-
aði í á einni þar í sveitinni, er hann var á ferðalagi.
Þá var Magnús á þriðja ári.
Nú var illt í efni fyrir ekkjuna. Heimilið hlaut
að levsast upp og börnin að tvistrast. Systrunum var
komið fyrir víðsvegar um sveitina, sumum á hrepps-
ins kostnað, en Ingveldur fór með Magnús í vinnu-
mennsku. Brátt varð þó sú breyting á högum henn-
ar, að hún réðst til bóndans á Þorvaldsstöðum þar
í sveitinni, Þórarins Árnasonar, og bjó með honum
æ síðan. Þar ólst Magnús svo upp og átti þar heim-
ili fram yfir tvítugsaklur.
Á Þorvaldsstöðum var gott bú og góð efni, heimil-
ið öruggt og affarasælt á gamla vísu. Þórarinn var
mikill bóndi og lét sér mjög annt um búskapinn.
Á heimilinu var og bókhneigð mikil og talsvert til
af bókum. Var lesið og kveðið á kvöldvökum jafnan,
svo að ekki var slíkt meir um liönd haft á öðrum
bæjum þar í sveit.
Snemma kom í Ijós, að Magnús var með afbrigð-
um bókhneigður. Það var löngum háttur drengsins,
er lesið var eða kveðið, að hann sat flötum heinum