Skinfaxi - 01.12.1945, Blaðsíða 23
SKINFAXI
95
jporiteinn £ii
inariion:
F élagaheimili.
Leikskálar er nafn á
íslenzkum sveitabæ.
Nafn á fornu félaga-
heimili, liúsnæði fyr-
ir samkomur sinnar
byggðar, hefur dagað
uppi sem örnefni, líkt og
„baðstofan“ er lifandi
lieiti meðal íslenzkra
húsakynna, meðan bað-
stofan týnist og endur-
byggist síðan á 20. öld-
inni og lieitir þá „gufu“-
baðstofa. Þannig breyt-
ist margt í þjóðlífinu,
þegar tímar líða fram.
Allt frá því að skapar-
inn uppgötvaði orsök-
ina að einstæðingsskap Adams liefur mannfólkið leit-
að samfunda. Æskan hefur ávallt safnazt saman, þar
sem bezt lientaði, til þess að veita orkunni útrás og
gleðjast saman. Oftast hafa þessir samfundir farið
fram undir berum himni, en þó liafa verið til skálar
tii leika og skemmtana.
Það er ekki fyrr en undir og upp úr síðustu alda-
mótum, að verulegur skriður kemst hér á byggingu
samkomubúsa. Víðast hvar eru það Templarar, sem
riða á vaðið og byggja myndarleg samkomuliús á
þess tíma mælikvarða. Mörg þessarra húsa voru traust
Þorsteinn Einarsson