Skinfaxi - 01.12.1945, Blaðsíða 30
102
SKINFAXI
ur vanizt fjölmenni skólanna, samneytinu við jafn-
ingja, samfræðslunni og samgleðinni. Ilvert á liann
nú að leita til þess að finna framliald þessa sam-
menningarlífs, sem hann naut í skólanum, — sam-
menningarlífs, sem hann getur sameinað liinum dag-
legu störfum. Það er mikill vandi að lialda uppi góðu
sam-menningarlifi æskunnar í skólunum, en það er
enn meiri vandi, og ég vil segja enn meiri þörf, að
halda uppi sam-menningarlífi liins starfandi fólks.
Fólkið i sveitunum fylgist með eyðingu þeirra með
skelfdum hug. Unga fólkið tollir alls ekki í sveit-
inni. Forráðamenn Reykjavíkur eru hugsandi yfir
sókn fólksins til hæjarins. Auk vandamála atvinnu
og húsnæðis, verður erfiðara og erfiðara það vanda-
mál að veita ungum sem gömlum aðstöðu til mennt-
andi tómstundaverkefna.
Heilhrigt sam-menningarlíf liins starfandi fólks ti!
sjávar og sveita er jafn þýðingarmikið og farsælt,
kerfishundið langskólalif þess fólks, sem er að alast
upp til starfa á hinum ýmsu starfssviðum þjóðar-
innar.
Til þess að ná farsælum árangri í skólastarfi, þarf
góð skólahús, hæfa kennara og tæki. Til þess að ná
farsælu sam-menningarlifi hins starfandi fólks, þarf
góð félagaheimili, félagslyndi einstaklinga og tæki.
III.
I hyggðarlögum landsins eru starfandi í einni eða
annarri mynd flest eftirtaldra félaga, sem ekki eru
háð stjórnmálum eða trúmálum:
Ungmennafélög, íþróttafélög, goodtemplarastúka,
kvenfélag, búnaðarfélag, lestrarfélag, málfnndafé-
lag, leikfélag, söngfélag, heimilisiðnaðarfélag, sjó-
mannafélag, vélstjórafélag, verzlunarmannafélag,
iðnaðarmannafélag, skátafélag, berklavarnafélag,
barnavinafélag.