Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1945, Side 40

Skinfaxi - 01.12.1945, Side 40
112 SKINFAXI fyrir framtíðina. Af þessu leiðir, að á nokkurra ára fresti er verið að byggja við gamla húsið, og seint eða aldrei fæst neitt fullnægjandi, og við þetta líður félagslífið. 3. Veiti hið opinbera styrki eða lán, verður eftir- lit liaft með staðsetningu, gerð og byggingu mannvirkjanna og því tryggara, að frá þeim sé fullkomlega gengið. 4. Með byggingu og rekstri nútíma vistlegra félaga- heimila mætti vinna á móti flóttanum úr sveit- unum. Svíar og Danir liafa skilið þörf og nauðsyn félaga- heimilanna og sett löggjöf til þess að hjálpa félög- unum að byggja. Danmörk: 1. okt. 1934 voru í Danmörku setl lög, sem veittu félögunum aðstöðu til þess að afla sér ódýrra lána, svo að þau gætu byggt ný félaga- heimili, eða endurbætt og byggt við hin eldri. Lánið getur numið 40% af heildarkoslnaði, en í sambandi við veðrétt allt að 90% af heildarkostnaði. Samkvæmt stjórnarráðstilkynningu frá 30. júní 1941, geta rikislánin ekki numið liærri uppliæð en kr. 20.000,00 til hvers iiúss, og það skilyrði sett, að bæjar- eða sveitarfélagið veiti tryggingu fj'rir láninu. Svíþjóð: Árið 1942 voru í Svíþjóð sett lög varð- andi félagaheimili. Lög þessi eru víðtækari en þau hliðstæðu í Danmörku. Rikið veitir byggingarstyrk allt að 25% af heildarkostnaði og undir vissum kring- umstæðum allt að 40%, eða að veitt eru vaxtalaus lán, allt að 50% af heildarkostnaði. Lögin gera einn- ig ráð fyrir þeím möguleika, að sá hluti lánsins, eða lánanna, sem á að endurgreiða, verði veittur sem ríkisstyrkUr, ef félagaheimilið er notað og því hald- ið við eins og reglur mæla fyrir. Danir sáu berlega þýðingu góðs félagslífs á stríðs-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.