Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1945, Síða 42

Skinfaxi - 01.12.1945, Síða 42
114 SKINFAXI /pmme Þoisteinn Einarsson: ÍÞRÓTTAÞÁTTUR VIII. Lang§tökk. (Viðbót við IV. þátt). í 1.—2. liefti 1943 birtist frásögn um langstökk. Eftir að atrennu og uppstökki hefur verið lý:;t, hefst lýsing á athöfn- um stökkvarans meðan á svifinu stendur. Sú lýsing, sem birt var, var miðuð við, að eftir að uppstökksskrefinu lýkur, haldi slökkvarinn áfram skrefhreyfingunum til þess að koma fót- unum í sem haganlegasta afstöðu við bolinn um leið og fall- ið hefst. Með þessu tekst stökkvaranum að lengja svifbraut sína. En fleiri aðferðir eru til þessa, og þykir mér rélt að draga engu lengur að birla þá aðferð, sem jafnvel er algengari cn sú, sem fyrr var lýst (skrefað i loftinu). Þetta stökklag mætti kalla fettu- eða set-aðferð. Mynda- samstæðan af ameríska íþróttakappanum Art Laret sýnir þessa aðferð vel. 1. mynd: Líkamsþungi stökkvarans er lóðrétt yfir stökk- fæti hans á þvi augnabliki, sem liann hefur sig á loft. Við spyrnu fótarins nemur tábergið við plankann, en viðspyrn- an hófst á því, að hæll stöklcfótarins nam við völlinn og lauk þar með atrennunni. En erfiðasta atriði íþróttarinn- ar hófst þar, sem þrinna verður saman atrennu, lyftingu og spyrnu. Lyftingin liefst á því, að sveiflufæti (hægri fæti) er lyft í mjaðmarhæð. Örmum og öxlum er lyft. Ilreyfing armanna er þó enn göngulagshreyfingin.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.