Skinfaxi - 01.12.1945, Síða 61
SKINFAXI
133
Jóhannes Óli og Kristján Vigfússon. Vann mikið í gróðrar-
reit félagsins. Gefur út handritað blað „Helga magra“, sem
lesið er á fundum félagsins.
Bindindisfélagið Dalbúinn í Saurbæjarhreppi undirbýr sund-
laugarbyggingu.
Umf. Atli í Svarfaðardal vinnur að byggingu samkomu- og
íþróttahúss.
íþróttafélagið Völsungur í Húsavík vinnur að byggingu
skíðaskála.
Umf. Gaman og alvara í Ljósvetningahreppi lék Syndir
annarra. Setti upp 400 m. langa skógræktargirðingu.
Umf. Austri, Raufarhöfn, lék „Húrra krakka“ við ágætar
viðtökur. Vinnur að íþróttavelli.
Umf. Borgarfjarðar vinnur að byggingu samkomuhúss og
íþróttavallar.
Umf. Fram í Hjaltastaðaþinghá á 20 kindur, sem félags-
menn fóðra endurgjaldslaust.
Umf. Neisti, Djúpavogi, lauk endurbyggingu samkomu- og
íþróttahúss. Lögðu féalgsmenn fram 75 dagsverk í sjálfboða-
vinnu.
Umf. Stöðfirðinga lék Ráðskonu Bakkabræðra. Vinnur að
undirbúningi sundlaugar.
Umf. Hrafnkell Freysgoði í Breiðdal byggir samkomuhús.
Umf. Dagsbrún, Austur-Landeyjum, vinnur að iþróttavelli.
Umf. Baldur í Hvolhreppi raflýsti skóla- og samkomuhúsið
i sveitinni með vindmyllu. Vann að þurrkun lands undir
trjágarð, til minningar um Björgvin Vigfússon, sýslumann.
Umf. Gnúpverja lék Saklausa svallarann. Girti 4 dagslátt-
ur lands til skógæktar og plantaði þar birki og reyniviði.
Umf. Hrunamanna vinnur að sundlaugabyggingu hjá Flúð-
um. Lék Jeppa á Fjalli.
Umf. Skeiðamanna sá um unglingaskóla. Kennarar Þor-
steinn Eiríksson og Jón Guðmundsson.
Umf. Eyrarbakka rekur bókasafn, er telur 1700 bindi. Var
það aukið um 100 bindi á árinu. Vinnur að íþróttavelli og
á gufubaðsstofu.
Umf. Ingólfur, Holtum, byggir veglegt samkomu- og
íþróttahús,
Umf. Samhygð, Gaulverjabæjarhreppi, lék Saklausa svall-
arann og ímyndunarveikina. Vann um 80 dagsverk í sjálf-
boðavinnu vegna félagsins og bágstaddra manna. Heldur
marga fundi og vel sótta.