Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1945, Page 69

Skinfaxi - 01.12.1945, Page 69
SKINFAXI 141 Um hina nýju bók Guðmundar, Sólbráð, gegnir svipuðu máli, að einstök kvæði bera langt af þorra ljóðanna. En ilm- ur nýgræðingsins er ekki lengur fyrir hendi, og manni verð- ur ósjálfrátt á að gremjast við skáldið fyrir að liafa ekki oft- ar tekið köllun sína hátiðlegar. Guðmundur telur það beinlínis hlutverk sitt að yrkja um lieimahagana, húsdýr og nytjagrös, sveitastörf og dagsins önn. Og enginn skyldi gera lítið úr sliku hlutverki. En það fylgir jafnan vandi vegsemd hverri, og þeir, sem troða nýjar slóðir, eða vilja gera það, verða jafnan að liafa mikið til brunns að bera. Og þótt listin og einfaldleikinn haldist oft i hend- ur, er einfaldleikinn elcki jafnan listrænn fremur en listin er ævinlega einföld. Það er mikil list að yrkja svo um lingresi, járningamenn, litlar hendur og lifandi sveitunga, að almennt Ijóðagildi hafi. Og varla verður það með réttu sagt, að Guð- mundi Inga hafi alls staðar tekizt það i þessari nýju Ijóða- bók sinni. Raunar skal það játað, að við lestur sumra kvæðanna verð- ur manni á að efast um, að skáldið ætli sér annað og meira með þeim en að yrkja liðlegan alþýðukveðskap, sem ekki verði gerðar mjög miklar kröfur til. Og við slíku er vitan- lega eklcert að segja. En hin góðu kvæði i bókinni eru glögg dæmi þess, að skáldið getur tekið efnið listatökum. Af því tagi eru kvæðin: Vísur Örvar-Odds, Bjarmaland, Systkinin á Vöðlum, og Jón Þorláksson, svo að nefnd séu kvæði af ólík- um toga spunnin. Og það eru einmitt þessi kvæði, og önnur svipuð, sem lyfta Guðmundi Inga upp yfir meðalmennsk- una, og vegna þeirra hlýtur maður að gera til hans meiri kröfur en venjulegs alþýðuskálds og hagyrðings. En þessi kjarni er furðanlega litill i svo stórri bók sem Sólbráð er. Líldega yrði næst komizt sannleikanum með því að segja, að bókin væri allt of mikil að vöxtunum. Tækifærisljóð og alls konar hcimakveðskapur gctur verið til yndis og ánægju á vissum stað og stund, og enginn mun efa hæfni Guðmund- ar Inga til að yrkja liðlega við ýmis tækifæri, en bókmenntir er þess háttar skáldskapur sjaldnast. Hitt er þó jafn satt, að slíkir menn sem Guðmundur Ingi standa föstum fótum sem tengiliðir milli alþýðukveðskapar og æðri Ijóðagerðar, millí bókmenntaiðju alþýðumannsins og bókmenntaafreka lista- mannsins. Og sem slíkur á hann óskoraðan og óumdeilan- legan rétt á sér. Það er samt sem áður full ástæða til að vona, að Guð- mundur Ingi verði framvegis vandari í vali yrkisefnaj taki

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.