Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1951, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.04.1951, Blaðsíða 4
4 SKINFAXI eigin starfs, heldur í mörgu verið svipaðra hvalreka, sem telja mátti góðan til búsílags, en hvergi nærri ein- hlítan til viðvarandi gengis og velfarnaðar. 1 þessu til- liti hefur í verulegum atriðum þessi grundvallármunur gleymzt og þá um leið hefur oss láðzt að muna, hverj- ar eru staðreyndir um öflun og hagnýting efnalegra verðmæta. Islendingar hafa lifað og lifa í harðbýlu landi, þar sem gæðum er fremur torsótt að ná. Enskur lífeðlis- fræðingur, sem hér var á ferð í fyrra, lét svo um mælt í blaðaviðtali, er hann kom heim til sin að för lokinni, að hann teldi landið vera á yztu mörkum þess, að þjóð- in fengi lifað nútíma menningarlífi. Enda þótt vér getum eigi tekið þessi ummæli að öllu liátíðlega, þá benda þau ótvírætt til þess, sem vér alla tíð verðum að muna og fara eftir, að vér þurfum meir og betur en flestar aðrar þjóðir heims að duga og vinna til að halda uppi og styrkja þjóðarstofninn frá kyni til kyns, og að engrar hóglatrar kyrrðar né sérstakra næðis- stunda er að vænta í framtíðarstarfi. Þróttmikið og einlægt starf lilýtur að vera ein af traustustu undir- stöðum að lífshamingju vorri og velmegun, og vér meg- um vera þess fullviss, að eigi verður sómasamlegs auðs vant í landi voru, ef samvizkulega er að verki verið. Um starfsgleði og starfsþrótt getum vér sótt nægar fyrirmyndir til forfeðranna, og það eigum vér að gera, þegar vér höfum glöggvað oss á því, hve miklu þær dyggðir varða framtíð þjóðarinnar. Starfs- prýði hefur lengst af þótt skarta á hverjum þegn í þessu landi, og má oss vera auðskilið, að svo á það að vera. Hið innra með oss þarf að ríkja það hugarfar, sem glæðist og eflist af ást til ættar vorrar og ættarlands, sem ber svip af fullvissunni um hið veglega hlutverk vort að skapa betri og bjartari framtíð börnum þessa lands, luigarfar, sem tekur næring sína úr safaríkum

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.