Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1951, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.04.1951, Blaðsíða 18
18 SKINFAXI Gróðurlnisin í Krýsuvík. A. Gróðurhús. Vegna jarðhitans eru skilyrði til ræktunar í gróður- húsum ótakmörkuð í Krýsuvík. Nú eru gróðurhúsin orðin fjögur, og eru ca. 1600 ferm. undir gleri. Tvö þessara gróðurhúsa (600 ferm.) voru tekin í notkun vorið 1949, en hin tvö er verið að ljúka við. 1 gróður- húsunum eru einkum ræktaðir tómatar, agúrk- ur, gulrætur og blóm. 1 sambandi við gróðurhúsin er auk þess hálfur helctari útiræktar, þar sem gert er ráð fyrir að rækta alls konar grænmeti. Jarðhitinn, sem gróðurhúsin eru hituð með, er gufa, og er hún leidd í þró, þar sem katli hefir verið komið fyrir, og hitar gufan þannig vatnið í hitakerfi gróðurhúsanna, en það er venjulegt miðstöðvarkerfi. 1 sambandi við gróðurhúsin hafa verið reist tvö i- búðarhús, ca. 360 ferm. að grunnflatarmáli, fyrir bú- stjóra og starfsfólk. Eru í húsunum öll þægindi, vatns- leiðsla, skólpræsi og rafmagn frá dieselrafstöð.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.