Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1951, Blaðsíða 40

Skinfaxi - 01.04.1951, Blaðsíða 40
40 SKINFAXI félaganna, Knut Fortun, hefur skrifað U.M.F.I og boðið íslenzk- uin ungmennafélögum þátttöku i mótinu. Niðurlag þessa bréfs er svona: „Um leið og við tilkynnum ykkur um mót þetta, viljum við bjóða íslandi að senda eins marga fulltrúa og hægt er að fá til ferðar. Það er norskum æskulýðsfélögum mikið gleði- efni, og vissulega öðrum þátttakendum einnig, ef margir íslendingar geta mætt í Elverum í sumar. Það er inikið og mikilvægt lilutverk að skipuleggja sam- bandið og samheldnina milli æskulýðs Norðurlandanna, og það verður ekki gert að fullu án íslands. Við bjóðum íslenzku fulltrúana velkomna til Noregs i sumar og sendum brátt nánari upplýsingar um tilhögun mótsins.“ Þeir ungmennafélagar, sem sækja vilja norræna mótið í Elverum, tilkynni það stjórn U.M.F.Í. fyrir 1. júli. Betri skilagrein. Um siðustu áramót sendi stjórn U.M.F.Í. þeim félögum, sem skulduðu Skinfaxa meira en eitt ár, sérstaka orðsendingu og afrit af áskriftalistum, þar sem þeir voru fyrir hendi. Félögin bafa tekið þessu ágætlega og mörg gert upp gamlar skuldir og komið innbeimtu Skinfaxa í gott horf. Þess er að vænta, að þau félög, sem enn liafa ekki látið til sín heyra, geri það sem fyrst. Ungmennafélagamót að Þingborg. Nokkur undanfarin ár hafa Umf. Baldur í Hraungerðis- breppi, Vaka í Villingaboltsbreppi og Samhygð í Gaulverja- bæjarbreppi haldið árlega samkomu fyrir ungmennafélaga úr þessum þremur hreppum og gesti þeirra. Ungmennafélagarnir sjá að öllu leyti sjálfir um dagskrána og er samkoman baldin til skiptis í þessum þremur hreppum. Hún var að þessu sinni haldin um miðjan febrúar að Þing- borg í Hraungerðishreppi og sá Umf. Baldur um undirbún- ing liennar. Stefán Jasonarson form. Samhygðar flutti ræðu. Tómas Helgason frá Umf. Baldur las upp kvæði, Árni Magnús- son frá Umf. Vöku flutti gamanvísur. Tveir piltar úr Umf. Samhygð sungu tvísöng. Umf. Vaka annaðist glímusýn- ingu og bændaglímu. Gísli Guðmundsson, Hurðarbaki, var glímustjóri. Gunnar Halldórsson, Umf. Baldri, var dagskrár- stjóri. Húsfyllir var í Þingborg og þótti mót þetta takast mjög vel.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.