Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1951, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.04.1951, Blaðsíða 23
SKINFAXI 23 sem verið var að bora, og orðin var 229 m djúp. Hola þessi er fóðruð með 8 tommu víðum járnpípum 100 m niður. Gosið hefur sífellt haldið áfram, síðan það byrjaði, og kemur úr holunni allvatnsblönduð gufa. Hefur magnið verið mælt við mismunandi mótþrýst- ing, þ.e. þrengt hefur verið mismunandi mikið að gos- inu. Gufa sú, sem úr holunni kemur, mun geta fram- leitt um 5000 kílóvött rafmagns. En auk þess koma úr holunni um 30 1 af 100° heitu vatni á sekúndu, sem nota mætti i hitaveitu eða til annars. — Til saman- burðar má geta þess, að Hafnarfjarðarbær notar nú 3000 kílóvött rafmagns. Gos kemur úr 5 holum alls, þótt gosið úr fyrmefndri holu sé langmest, en heildar- gufan úr öllum holunum er 60 tonn á klst. 1 ráði er að virkja þama í Seltúni, og hefur ýmsum fyrirtækjum í Evrópu og Bandaríkjunum verið send greinargerð um þetta efni og óskað eftir tilboðum um vélar og tæki. Komið hefur i ljós, að ítölsk og svissnesk fyrirtæki ein telja sig geta sinnt svo sérstæðu verkefni, sem hér um ræðir. Stendur Rafveita Hafnarfjarðar nú í sambandi við ítölsk fyrirtæki varðandi þessi mál. Bráðabh'gðaáætlun sýnir, að slik gufuvirkjun yrði nokkru ódýrari en samsvarandi vatnsvirkjanir. Stend- ur rafveitan í sambandi við ítölsk orkuver, sem reynslu hafa af gufuvirkjunum. Hafa Italir gufuorkuver, sem framleiða 300 þús. kilóvött rafmagns. Til samanburðar má geta þess, að nýja Sogsvirkjunin, eins og bún er nú áætluð, mun framleiða 31 þus. kílóvött. Borunum er að sjálfsögðu haldið áfram i Krýsuvik. [Þessi grcin er byggð á upplýsingum Jens Hólmgeirssonar. bústjóra i Krýsuvík, varðandi gróðurhús og búskap, og Valgarðs Thoroddsen rafveitustjóra í Hafnarfirði. varðandi boranir, en hann veitir borunum og raforkuframkvæmdum i Krýsuvik forstöðu. — Myndirnar 3 af húsum í Krýsuvík eru teknar núna í marz, en óvenju mikill snjór hefur verið þar i vetur. — S. J.]

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.