Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1951, Page 44

Skinfaxi - 01.04.1951, Page 44
44 SKINFAXI hreppi til gleðinnar. — Er þar skemmst af að segja, að þarna hcfur farið fram hin bezta skemmtun, og ekki einn einasti þáttur dagskrárinnar verið sóttur út fyrir félagssvæðið. Þarna hefur verið á dagskrá: sjónleikir, upplestur, söngur, ræðu- höld, vísnakveðskapur o. fl., að ógleymdum fjörugum dansi, svo að jafnvel giktveik gamalmenni spruttu upp „sem ísheil væri“ og hlupu í leikinn með unga fólkinu. Það er mikið rætt og ritað um sýkt skemmtanalíf æskunn- ar, og máske ekki að ófyrirsynju í sumum tilfellum. En á liitt má einnig líta ,og geta þess með þakklæti, þegar unga fólkið sjálft stendur að og stjórnar heilbrigðum og samgleðjandi skemmtunum. Og væri hverju menningarfélagi sómi að slik- um samkomum, sem U.M.F. Björn Hítdælakappi hefur undir- búið og stýrt i þessi þrjú skipti. Einn af gestunum. Ungmennafélagar. Vinnið ötullega að aukinni útbreiðslu Skinfaxa. Fáið unga fólkið.sem er að ganga í félögin til þess að gerast áskrifendur. Sendið afgreiðslunni jafnóðum nöfn þeirra. Takmarkið er: Fleiri áskrifendur. Stærra og fjölbreyttara tímarit. Ef helm- ingur allra Umf. í landinu gerðust áskrifendur að Skinfaxa, gæti hann stækkað um helming, án þess að hækka í verði. Ungmennafélög. Ungmennafélag íslands hefur útvegað nokkur eintök af bók Jens Marinus Jensen, Ad nordlige Veje, sem segir frá starfsemi ungmennafélaganna á Norðurlöndum og lieimsókn til þeirra allra. Þar er skemmtilegur þáttur um ferð höfundar til íslands sumarið 1949 og U.M.F.Í. Verð bókarinnar er kr. 25.00 isl. auk kostnaðar við póstsendingu. Ungmennafélagar, sem hug hafa á að eignast þessa bók, ættu að skrifa eftir henni sem fyrst til U.M.F.Í.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.