Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1951, Blaðsíða 47

Skinfaxi - 01.04.1951, Blaðsíða 47
SKINFAXI 47 48. Ungmennafél. íslands...........— 50.000.00 49. Skíðaskólinn á ísafirði ....... — 3.400.00 50. íþróttaskóli Jóns Þorst., Rvík — 1.890.00 kr. 132.650.00 G. Sérfræðileg aðstoð: 51. Sérfræðileg aðstoð ......................... kr. 52,760.00 Alls kr. 600.000.00 Við lokauppgjör er styrkurinn miðaður við 40% af stofn- kostnaði sundlauga og héraðsíþróttavalla. Aðrir vellir fá 33%. Baðstofur og íþróttahús 40%. Skiðaskálar 20%. Nefndin hef- ur greitt alla sérfræðilega aðstoð. D. Á. Merk bók iim málelní Uml. Jens Marinus Jensen, formaður dönsku ungmennafélaganna, hefur skrifað bók, sem á siðastliðnu vori kom út i Odense og heitir AD NORDLIGE VEJE. — Fra Vordingborg til Malax og Hveragerdi. — Bókin er 9 arkir að stærð í aðeins minna broti en Skin- faxi, prentuð á ágætan pappír með mörgum myndum. Höfundurinn var heiðursgestur U.M.F.Í. á landsmótinu í Hveragerði og er þvi kunnur mörgum íslenzkum Umf. Hann hefur allra manna mest unnið að þvi að tengja Umf. á Norð- urlöridum til samstarfs og skapa gagnkvæma þekkingu og skilning milii þeirra, með mótum, gagnkvæmum ferðalögum og síðast en ekki sízt með liinu glæsilega ritsafni sínu Nordens Ungdom, er kom út 1948 i þremur stórum bindum. Bók þessi, þótt minni sé, vinnur að sariia marki. Hún hefst á frásögn af því, þegar liöfundur varð ung- mennafélagi 4. febr. 1923. Hann mætti á héraðsþingi i Vord- ingborg af hálfgerðri tilviljun, en fór heim um kvöldið sem formaður héraðssambandsins. Að vísu liafði hann áður látið æskulýðsmál til sín taka og var þá orðinn lýðháskólakennari. Þarna hefst saga þess manns, sem farsælastur hefur orðið i dönsku ungmennafélagshreyfingunni siðasta aldarfjórðung- inn og lielgað henni allt sitt starf siðasta áratuginn af frá- bærum dugnaði. Bókinni er skipt í 16 kafla. Að undanteknum fyrsta kafl-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.