Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1951, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.04.1951, Blaðsíða 5
SIÍINFAXI 5 og þjóðlegum ávöxtum alls liins bezta úr kjarngróðri liðinna alda. Vér skulum vona og reyndar vera þess örugglega vís, að æskulýðurinn, sem nú tekur við hinum dýrsta grip, heilögum arfi forfeðranna, sem fenginn er fyrir þrotlausa elju og fórnfúst starf, ávaxti hann og efli á hverja lund, og tengi þannig saman glæsta fortíð og gifturíka framtíð. Óteljandi verkefni kalla ungmennafélög og önnur æskidýðssamtök til þróttmeira og fyllra starfs. Þess- ir aðilar, sem forustuna taka um framtiðarstarfið, eiga sem fyrst að fylkja liði vel og skipulega til þeirrar hild- ar, sem háð verður á hinum haslaða velli lífsbaráttunn- ar. Þeir hafa hin beztu voim og allur aðbúnaður er hinn sæmilegasti. Sálarþrekið skal hert í al'li þekking- ar og sannra mennta. Þol líkamans treyst með skynsam- legum lifnaðarháttum og þá m.a. ástundan hollra i- þrótta, svo að þróttur til átaka og manndómur bogni ekki í sviptibyljum hildarleiksins. I samstarfi við aðra skal hver og einn temja sér grandvara og drengilega umgengnishætti, svo að kraftarnir dreifist sem minnst og hið sameiginlega átak megi verða sem drýgst. Allt þetta skal gert í því skyni, að fæstir bregðist á þeim stundum, þegar ættjörðin væntir þess, að hver maður geri skyldu sína, og hún þarfnast alls hins sterkasta, sem vaxa má á kynstofni hennar.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.