Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1951, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.04.1951, Blaðsíða 11
SIÍINFAXI 11 Kort yfir ferfSasvæSið. var að vísu misvel ríðandi. En á góðum vegi i glöðum hópi verða allt reiðhestar, og hver maður og kona finn- ur eitthvað yndi af hinni „lifandi vél undir söðulsins þófum.“ Þeir, sem ríkir eru af góðhestum, skjóta líka stundum gæðingi undir hina, sem fátækari eru af þeim verðmætum lífsins. Ekki var gestrisnin skilin við okkur enn, því þegar að Hausthúsum kom, voru dúkuð borð og framreitt miðdegiskaffi handa öllum hópnum. Sprett var af öllum reiðtygjum, og hrossum sleppt lausum í girð- ingu við túnið, og þakksamlega setzt að hinum fram- hoðnu veitingum. I Hausthúsum hjuggu um nær hálfrar aldar skeið Kristrún Ketilsdóttir og Jón Þórðarson, og gerðu garð- inn frægan með miklum framkvæmdum í ræktun og húsabótum og frábærri gestrisni og greiðasemi við alla. Nú eru þau flutt til Reykjavikur fyrir fáum árum, þrot- in að kröftum. — En hinir nýju húsbændur virðast

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.