Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1951, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.04.1951, Blaðsíða 6
6 SKINFAXI íslenzk skáld og- rithöfundar I. DAVÍD STEFÁIMSSOIM FRÁ FAGRASKÓGI Það er engum efa undirorpið, að Davíð Stefánsson var vinsælasta ljóðskáld ])jóðarinnar á þriðja, fjórða og fimmta tugi þessarar ald- ar Hvarvetna mátti heyra ljóð hans sungin, og fólk úr öllum stétt- um kunni kvæði hans og hafði þau yfir með sjálfu sér, í vinahóp og á mannfundum. Hiklaust má því telja, að hann hafi átt ríkan þátt í að viðhalda ást þjóðarinnar á ljóðum og kvæðalestri, og um áhrif hans á önnur skáld og ljóðagerð í landinu á þessu tímabili verður ekki deilt. Davíð Stefánsson er fæddur í Fagraskógi við Eyjafjörð 21. janúar árið 1895. Hann varð stúdent árið 1919, en hafði þó orðið að hætta skólanámi um skeið, sökum sjúkleika. Ileim- spekiprófi lauk hann ári síðar. Sama árið og hann varð stúdent kom út fyrsta ljóðabók hans, Svartar fjaðrir. Hlaut hann fyrir hana viðurkenningu gagnrýnenda og miklar vin- sældir þá þegar. Síðan rak hver ljóðabókin aðra, Kvæði 1922, Kveðjur 1924, Ný kvæði 1929. Heildarsafn af kvæðum hans, Kvæðasafn I—II, kom út 1930. Eftir það komu f byggðum 1933 og Að norðan 1936. Nýtt heildarsafn kom 1943. Síðasta ljóðabók hans heitir Ný kvæðabók, og kom hún út árið 1947. — Hann hefur einnig ritað skáldsögu í tveim bindum um flakkarann Sölva Helgason. Nefnist hún Sólon íslandus, og kom út árið 1940. Þrjú leikrit hefur hann og samið, og kom hið fyrsta út árið 1925, Munkarnir á Möðruvöllum. Langt leið, þar til annað leikrit kom frá hans hendi, en það var Gullna hliðið, sem orðið hefur fádæma vinsælt, bæði hérlendis og erlendis. Er það samið út af gömlu þjóðsögunni Sálin hans Jóns míns. Gullna hliðið birtist árið 1941. Mun það án efa verða langlíft í leikhúsum þjóðarinnar. Síðasta leikritið nefnist Vopn guð- anna og birtist árið 1944. Árið 1925 gerðist Davíð Stefánsson bókavörður við amts- bókasafnið á Akureyri, og gegndi hann því starfi í meira en tuttugu ár. Síðustu ár hefur Davíð átt við vanheilsu að stríða. Hann er búsettur á Akureyri. DAVÍÐ STEFÁNSSDN

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.