Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1951, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.04.1951, Blaðsíða 26
26 SKINFAXI einir um þetta vandamál, því fer víðsfjarri. Ekkert undra- meðal liefur verið fundið til bóta, en margt er reynt, og liér verður að gera liið sama. Hið fyrsta er að sjá og játa að eigi dugir ófreistað, að það leiðir til mikils ófarnaðar og uppgjafar ef ekki er aðhafzt, Trúboðs er þörf, og það verður að hefja og rækja í ræðu og riti, í skólum og félögum, þar sem unglingar i sveitum nema og starfa og i ríkisútvarpinu. Einn er sá þáttur þessa búnaðartrúboðs, scm nú eflist mjög víða um lönd og sem miklar hamingjuvonir eru við bundnar. Það eru ungmennafélög sveitanna eða búnaðarfélög æskulýðs- ins í sveitunum, sem oss vantar hagkvæmt nafn á. Þcssi félög eru verulega annars eðlis og háttar heldur en ungmennafé- lögin, sem hér hafa starfað um áratugi og allir kannast við.“ Ti-úboð það, sem höfundur ræðir um, er þess eðlis að cfla trú æskulýðsins á gæði lands sins og framtið búnaðar, þessa at- vinnuvegar, sem feður og mæður hinna ungu liafa stundað.. vekja virðingu fyrir vinnunni, efla vinnukunnáttu, auka vinnu- afköst og glæða þekkingu á handbragði, vélum, jarðvegi, jarð- argróðri, búpeningi, eða i einu orði, láta sig skipta til mann- dóms- og afkomuauka allt, sem tengt er vettvangi vinnunnar. Fyrrnefndur greinarliöfundur lætur á sér skilja, að lil þess að boða þessa trú þurfi ný félög, en reynsla okkar, sem við félagsmál æskunnar fáumst, er sú, að mörg félög i fámennum byggðum eru til skaðræðis, þau togast á um hug og hönd æskunnar, en lieildarfélög slungin mörgum starfsþáttum ná meiri árangri. „Hvað er þá helzt til úrræða?“ Þessari spurn- ingu hefur sambandsráð U.M.F.Í. svarað og viðurkennt ákveð- ið þörf „trúboðsins", að taka það inn á stefnuskrá ungmenna- félaganna íslenzku. „Hið fyrsta er að sjá og játa, að eigi dugir ófreistað". Og nú skal freistað að gera eitthvað. Á nýafstöðnu sambandsþingi Ums. Skarphéðins í Árness- og Rangárvalla- sýslum var þetta mál rætt í einni fastanefnd þingsins af miklum áhuga og borin fram tillaga í málinu, sem hlaut ein- róma samþykki. Einnig ræddi hr. Daníel Ágústinusson, ritari U.M.F.Í., um málið á þinginu. Ég mun í því, sem hér fer á eftir, leitast við, samkvæmt heimildum, sem hr. Árni G. Eylands hefur lánað mér, gera grein fyrir því, hvernig ungmennafélög geta stofnað til kcppni i ýmsum vinnubrögðum. Starfskeppnir, sem tíðkast í nágranna- löndum okkar eru: Mjaltir. Rúning fjár.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.