Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1951, Blaðsíða 37

Skinfaxi - 01.04.1951, Blaðsíða 37
SKINFAXI 37 laðaði alla menn að sér og svo óeigingjarn, aS þó hann hefði aðstöðu til að verða ríkur maður, þá dó hann fátækur, Ef við, nútíðar íslendingar, temdum okkur þessa eðliskosti hans, er ég viss um, að margt gæti breytzt í okkar samfélagi. Ef skólarnir og ýmis konar félög leggðu meiri áherzlu á mannrækt og göfugmannlega framkomu við aðra menn — i stað sifelldrar keppni um ýmsa hluti og aðstöðu, er ég viss um að segja mætti, að þessi dagur væri vonardagur. Og vissulega er liann vonardagur. Eins og ég gat um hér að framan, eigum við óteljandi tæki til framkvæmda og menningarauka. Við eigum þróttmikið og duglegt fólk og félagslynt, þrátt fyrir sérhyggju þessara tíma. Og þó okkur finnist nú á stundum syrta i álinn — þá megum við minnast þess, að þegar neyðin er stærst, er hjálpin næst. íslenzka þjóðin verður og mun vakna til verndar félags- og mannréttindum sinum, áður en það er um seinan. Hún mun vakna til vitundar um það, að fjármunir eru hverfulir, en frelsisþrá og menning það sem lifir, þótt mennirnir deyi cinn af öðrum. Þvi mun hún standa einhuga um lýðveldi sitt, ef hætta steðjar að. í dag á hún þrátt fyrir allt fleiri vor- menn en nokkru sinni fyrr. Enn er vor í lofti og fuglasöngur, lambfé dreifir sér um grænkandi hlíð, — æður situr hreiður sín á sjávarbökkum, og sólstafir gylla spegilsléttan fjörð. Landið hefur aldrei boðið íbúum sínum meiri mögulcika en nú. Hvi skyldum við þá örvænta? Enginn óskar einokunar í verzlun eða erlendrar ílilutunar í stjórnmál landsins. Tæplega getur innanlands ófriður skapað frjósemi í skáldskap cða listum — í mesta máta einstök af- reksverk. Við viljum jöfnuð i kjörum fólks og almenna vellíðan og liættir því við að gera meiri kröfur til samfélagsins en sjálfra okkar. En minnug skulum við vera þess, að sá, sem vill að aðrir sýni drengskap og fórnfýsi, verður að sýna slika kosti sjálfur, — á því byggist áhrifamáttur okkar i því efni. í dag skín sól yfir landið og vorhugur býr i fólkinu og það er eins vist og að við erum hér, „að dagar koma, ár og aldir liða, enginn stöðvar tímans þunga nið.“ Og ef við höfum það að markmiði að fórna nokkru af starfi okkar, — ekki aðeins í ræktun jarðar, er gefur daglegt brauð, — heldur og i ræktun sálar barna þjóðarinnar, svo að þau

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.