Skinfaxi - 01.04.1951, Blaðsíða 13
SKINFAXI
13
hélt hver heim til sín glaður og ánægður. — Ekki siður
ánægður en af balli, jafnvel þótt dansað hefði verið í
deyfðu ljósi.
Nú horfir svo við í mörgum sveitum, að hesturinn,
þessi orku- og gleðigjafi sveitalífsins, láti gersamlega í
minni pokann fyrir véltækninni. 'Skal ég ekki lasta
það, hvað snertir drátt og baggaburð. En fari svo, að
notlcun reiðhestsins verði, er tímar líða, aðeins fortið-
arminning gamalla sveitamanna, og að lokum sagn-
fræðilegt atriði, þá er höggvinn i sundur einn af þehn
þáttum, sem tengir æskufólkið dreifbýlinu, og ekki sá
lélegasti. Og mikill yndisauki er horfinn sveitalifinu
með brotthvarfi góðhestsins, og meir en vafasamt, að
hin dauða vél geti bætt það tjón að fullu.
I einu er þó fylgt gamalli venju með hestinn víða í
sveitum landsins. En það er með hinni öryggislausu
útigöngu hrossanna. Og seint ætla íslenzkir bændur að
byrja á að þurrka af sér þann smánarblett, þvi hann
virðist einmitt stækka og dökkna eftir því, sem menn-
ing og velmegun vex.
En þetta allt saman er önnur saga og tilheyrir ekki
minni frásögn, af útreiðum unga fólksins. — En
„Væri’ ekki gaman að vaxa’ upp á ný
og vera’ á þeim gullaldardögum,“
þegar enginn bóndi á fleiri hross en svo, að hann get-
ur auðveldlega hýst þau og fóðrað, þegar harðnar að,
og það svo að meira sé en nafnið tómt. Og hver maður
og kona í sveit, sem löngun hefur til, liefur efni og
aðstöðu til að eiga sér gæðing, gera honum vel, og
gleðja sig þar við, enda þótt hraðskreiðari — og fleyg-
ari farartæki séu notuð jafnframt.
Og má maður ekki hugsa svo djarft, að gera ráð
fyrir, að þeir tímar renni upp yfir búandlýð íslenzkra
sveita, og það heldur fyrr en síðar?