Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1951, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.04.1951, Blaðsíða 28
28 SKINFAXI mér að setja hér fram skýringar á þvi, hversu Norðmenn keppa í dráttarvélaakstri. Lýsing akbrautar (sjá mynd): Framhjól dráttarvélarinnar séu á viðbragðslínunni (V). Við merki ræsis er ekið áfram gegnum nokkur hlið (sjá sérmynd af liliði) á 1. kafla brautarinnar að þverstriki (2). Þar numið staðar með framhjól dráttarvélar á strikinu. Þaðan er ekið aftur á bak yfir planka (3), þannig, að öll lijól öðrum megin dráttarvélar og kerru fari eftir plankanum endilöngum. Haldið aftur á bak gegnum 2 hlið (4 og 5) að þverstriki (tí), en á því eiga kerruhjólin að stöðvast. Af strikinu er ekið áfram um hlið (5) og gegnum nokkur hlið (7), þar til komið er að T-myndaðri gildru (8), sem ekið er inn í og siðan bakkað inn í álmu, og þaðan ekið út úr gildrunni og í áttina að hliði (9), gegnum það, og síðan í hring að því aftur, og á þeirri leið farið í gegnum hlið (10). Þegar komið er í annað sinn úr hliði (9), er ekið að marki (M), sem er þverstrik, er frainhjól dráttarvélarinnar eiga að stöðvast á, en um leið verður að leggja kerrunni eins nærri brúsapalli (13) og hægt er. Breidd hliðanna er jöfn mestri breidd ökutækjanna + 15 cm. Til þess að gera kerrurnar allar jafn breiðar, er fjöl, sem hefur hina réttu breidd, lögð yfir þær. (Þessar breiddir ákveð- ur dómnefnd eða forstöðunefnd, áður en keppnin hefst). Fjarlægðin milli plankanna, sem mynda gildruna (6), á- kveðst af lengd ökutækjanna, svo að allir hafi jafna aðstöðu. Útreikningur stiga: Stig fyrir tíma: Sá sem fer brautina á skemmstum tíma fær 20 stig. Frá hverjum, sem er lengur en t. d. 8 mín. að aka brautina, dregst 1 stig fyrir hverja V2 mín., en hver sem er fljótari en 8 mín., fær 1 stig fyrir liverja Vi mín. Stig fyrir hlið: Iiver sá sem ekur alla brautina án þess að fella eða snerta hliðstólpa fær 20 stig. Fyrir hvern hlið- stólpa, sem er felldur eða snertur dregst 1 stig frá. Stig fyrir að bakka eftir planka: 20 stig fær sá sem kemst eftir plankanum í fyrstu tilraun, 15 stig, ef hann hefur það í annarri tilraun, 10 stig ef tekst i þriðju tilraun, en ef það tekst eftir þriðju tilraun þá 5 stig. — Ekki er leyfilegt að reyna að nýju, fyrr en öll hjólin eru komin lengd plank- ans, þá ekið áfram að striki framan við plankann, og þaðan hefst ný tilraun.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.