Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1951, Blaðsíða 38

Skinfaxi - 01.04.1951, Blaðsíða 38
38 SKINFAXI FRÉTTIR Nýtt Umf. Umf. Breiðablik var stofnaS á síðasta ári i Ivópavogshreppi við Reykjavík. Gekk það í U.M.S. Kjalarnesþings. Félagar eru 105. Stjórn félagsins skipa: Magnús Óskarsson, Iíópavogi, for- maður, Gestur Guðnnindsson ritari, Guðmundur Guðmundsson gjaldkeri, Þórdis Kristjánsdóttir varaformaður og Ingvar Agn- arsson meðstjórnandi. Helztu verkefni félagsins eru, auk almennrar félagsstarf- semi, bygging félagsheimilis, ásamt öðrum félögum i byggðar- laginu, íþróttavallargerð, enda mun félagið starfa verulega að íþróttamálum. Kjartan Jóhannesson söngkennari frá Ásum kenndi söng' framan af í vetur hjá nokkrum Umf. í Héraðssambandinu Skarphéðni og Umf. Kára Sölmundarsyni, Dyrhóiahreppi, Mýrdal, að tilhlutun U.M.F.Í. Er hin mesta ánægja með starfsemi Kjartans lijá félaginu. Fleiri áskrifendur. Aukin áskriftasöfnun að Skinfaxa stendur nú yfir i ung- mennafélögunum og liefur mörgum félögum orðið þar vel á- gengt. Eins og nú standa sakir er aukningin mest hjá Umf. Samhygð, Gaulverjabæjarhreppi. Kaupendum þar hefur fjölg- að úr 18 i 30 eða um 67% og Umf. Tindastóli, Sauðárkróki, en þar hefur þeim fjölgað úr 20 i 30 eða 50%. Hvaða féiög bæta metið næst? Flestir kaupendur i einstökum félögum eru i Umf. Drengur í Kjós 44 og Umf. Hrunamanna 34. Hafa þeir verið þetta marg- ir frá þvi áskriftasöfnun var tekin upp 1944. Allmörg félög eru með um 30 kaupendur. megi líkjast þjóðhetju olckar i bjartsýni og trú á framtiðina og fórnfúsri lund til að vinna hugsjónum og frelsi gagn, þá megum við líta björtum vonaraugum fram á veginn. Þvi „i djúpi andans duldir kraftar biða.“ Þá munu i musterum íslenzku þjóðarinnar loga helgar stjörn- ur, er vísa henni veg allrar framtíðar. íslandi allt!

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.