Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1951, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.04.1951, Blaðsíða 24
24 SKINFAXI Breiðahlik — félagsheimili IViiklaholtshrepps er sjálfstæð stofnun, byggt af fé frá sveitarsjóði Miklaholts- hrepps, kvenfélaginu „Liljan“ og Iþróttafélagi Miklaholts- hrepps og vinnuframlögum flestra eða allra vinnufærra manna í sveitinni. Auk þess hefur það notið styrks úr félagsheimila- sjóði. Bygging þessi var hafin í septembermánuði 1946, en húsið vígt og tekið til fullra afnota 17. júní 1950. Aðalsalur hússins er 16X7 m. Leiksvið er í suðurenda, að stærð 7X8 m. Undir leiksviði er veitingastofa og eldhús. Auk þessa eru í útúrbyggingu við hlið leiksviðsins forstofur, fata- geymsla, snyrtiherbergi og bókastofa. Húsið er hitað með olíu- kynntri miðstöð. f því er sjálfrennandi vatn, og raflýst er það frá diesilmótorstöð. Kvikmyndavél er og í húsinu. Bygg- ingin kostaði um kr. 300 þús. Mikill einhugur var hjá því fólki — íbúum Miklaholtshrepps — er stóð að byggingunni og margur maður vann þar gott starf. Þegar húsið var vígt, voru viðstaddir nær allir íbúar sveitar- innar — jafnt ungir sem gamlir, auk nokkurra gesta, eða alls um 170—180 manns. Var þá saineiginlegt borðhald í samkomusalnum. Helgi Pét- ursson, formaður byggingarnefndar, skýrði frá gangi bygging- arinnar og afhenti húsið til afnota í hendur húsnefndar, en l'ormaður hennar, Eiður Sigurðsson oddviti, þakkaði bygg- ingarnefnd hennar starf. Alexander Guðbjartsson, Stakkhamri, rakti félagsmálaþróun sveitarinnar síðustu árin. Gunnar Guðbjartsson mælti fyrir minni íslands. Auk þessara töluðu Ingibjörg Guðmundsdóttir, formaður kvenfélagsins og Páll Pálsson, hreppstjóri, Þúfum í Vatnsfirði, sem var gestur á samkomunni. Kirkjukór Fáskrúðarbakkakirkju söng nokkur lög og nokkrir

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.