Skinfaxi - 01.07.1952, Blaðsíða 2
50
SKINFAXI
yrði auðveldast að hagnýta sér þá merlcilegu starf-
semi, sem þar fer fram og læra af henni. Félög þessi
eru nú um 81 þúsund að tölu með rúmlega 2 milljónir
félagsmanna á aldrinum 10—20 ára. En Pi milljónir
manna, bæði pillar og stúlkur, hafa verið í félags-
skapnum. Margir telja h „11“ nytsamasta félagsskap
Bandaríkjanna og þann sem raunhæfast vinnur að
tryggð við sveitalífið og framleiðslustörfin.
Félögin njóta mikils álits stjórnarvaldanna, enda
eru þau ríflega studd af þeim fjárliagslega. Fjöldi
fyrirtækja,sem framleiða vélar og annað í þágu land-
búnaðarins, keppast við að sýna félögunum traust
sitt og stuðning. Starfsemi h „11“ félaganna í Bandá-
ríkjunum er að því leyti frábrugðin starfskeppninni
á Norðurlöndum, að þau leggja mesta áherzln á
starfið sjálft. Að börnin og unglingarnir taki ákveð-
in viðfangsefni fyrir t. d. að ala upp kálf, svín eða
lamb og hirða um það að öllu leyti. Eða komi sér
upp hænsnahóp og vinni að kynbótum á honum.
Taki fyrir ákveðna landspildu og rækti þar ýmsar
matjurtir. Haldi nákvæmt bókhald yfir reksturinn
og læri þannig strax að gera sér grein fyrir fjárhags-
legri afkomu hans. Á Norðurlöndum er þessu einnig
gaumur gefinn, en meiri áherzla er lögð á hvers kon-
ar samkeppni í framleiðslugreinum og störfum.
Þessi merkilega æskulýðsstarfsemi hefur ekki skotið
rótum hér enn. Um hana hefur nokkuð verið rætt í
Skinfaxa síðustu árin og sambandsráðsfundir U.M.
F. 1. hafa ákveðið að talca þessi þrjú atriði til keppni
á landsmótinu að Eiðum næsta vor: S t a r f s h l a u p,
aksturdráttarvélarogaðleggjaáborð.
Þetta yrði væntanlega upphaf að starfskeppni með-
al ungmennafélaganna og nokkur leiðbeining og
hvatning til héraðssambandanna. sem á næstu árum
þurfa að taka þessi mál upp í ríkum mæli.
Þá hefur það ráðist í stjórn U.M.F.Í., að Stefán Ól.