Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1952, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.07.1952, Blaðsíða 8
56 SKINFAXI inn betur en hann sjálfur í einu kvæða sinna. — En þar segir hann svo: „Þó þú langförull legðir sérhvert land undir fót, bera hugur og hjarta samt þíns heimalands mót, frænka eldfjalls og íshafs sifji árfoss og hvers, dóttir langholts og lyngmós, sonur landvers og skers. Yfir heim eða himin hvort sem hugar þín önd, skreyta fossar og fjallshlíð öll þín framtíðar lönd. Fjarst í eilifðar útsæ vakir eylendan þín: nóttlaus voraldar veröld, þar sem viðsýnið skín.“ Þarna er á listrænan hátt, lýst þránni til föðurtúna, sem er samgróin eðli hvers góðs drengs. Menn þrá ætt- land sitt og átthaga, þótt þar sé fátækara og fáskrúð- ugra að annarra dómi, en í dvalarlandinu. Islendingur- inn þráir heiðlöndin og dalina, háfjöllin og hafið. Hver er hann þá þessi maður, sem ég tel mig svo ham- ingjusaman að hafa séð? Ytri lifssaga hans er fábrot- in. — Hann er fæddur að Kirkjuhóli í Skagafirði, hinn 3. okt. 1853, en dáinn á heimili sínu í Ameríku 10. ágúst 1927. — Þá næstum 74 ára gamall 10 árum eftir að lionum auðnaðist að heimsækja ættland sitt. — Æsku- ár sín dvelur hann á ýmsum stöðum í Skagal'irði og Þingeyjarsýslu, en 19 ára gamall flytur hann íil Amer- íku með foreldrum sínum. Faðir hans er þá tekinn að lýjast og stritið við landnámið lenti mest á drengnum,

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.