Skinfaxi - 01.07.1952, Blaðsíða 13
SKINFAXI
61
Cjunnar ~JJa ((dóríion J)lecfcf/aitidu
IVIeðal æskulýðsf álaga
í Bandaríkjtvnum.
[Höfundur þcssarar greinar, Gunnar Halldórsson Skeggja-
stöðum, Árnessýslu, var einn af þeim 10 íslendingum, sem
dvaidi siðasl liðiS ár í Bandaríkjunum á vegum Efnahagssam-
vinnustofnunarinnar í Washington (E.C.A.). Hann kynnti sér
eftir föngum starfsemi 4 „H“ félaganna í Bandarikjunum og
sat ársþing þeirra, sem haldiS var í Chicago 24.—29. nóv.
Þar mættu 2000 fulltrúar úr öllum fylkjum Bandaríkjanna,
einkum á aldrinum 16—20 ára. Þeir eru valdir eftir því, hvort
þeir skara fram úr í hinum ýmsu framleiðslugreinum á mótum,
sem haldin eru í hverju einstöku ríki. Þar mæta og ráSu-
nautar félaganna og leiSbeinendur. Margir gestir voru á
þinginu, bæSi frá Canada og mörgum löndum Evrópu. Gunn-
ar var eini íslendingurinn þar.
Allir voru leystir út meS gjöfum, aSallega frá fyrirtækjum,
sem framleiða vélar og annað í þágu landbúnaðarins. Þau
styrkja og þingið á annan liátt. Þing þetta var allt i senn:
Framleiðslusýning, umræðu- og kynningarfundir og margt til
skemmtunar. — R i t s t j.]
Hvernig væri nú, lesendur góðir, að bregða sér í
smáferðalag? Það verður að vísu ekki farið gangandi,
því yfir haf er að fara. Við förum með skipi eða flugvél
4000 km. vestur yfir Atlantshafið og erum þá stödd á
austurströnd Bandaríkjanna. Við skulum segja i New
York. En við látum ekki staðar numið hér, þó margt sé
nýstárlegt að sjá, heldur fáum við okkur farmiða með
járnbraut, flugvél eða áætlunarbílnum, og síðan tökum
við stefnuna vestur yfir landið. 1 þetta sinn verður
áfanginn ekki skemmri en 5200 km. og þá erum við
komin vestur í fylkið Oregon, sem er á vesturströnd
Bandaríkjanna og í'erðin yfir landið hefur tekið 5
sólarhringa, er ferðast er í bíl dag og nótl en heldur
skemur, ef farið er með járnbraut.