Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1952, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.07.1952, Blaðsíða 14
62 SKINFAXI En nú skulum við hugsa okkur að við vöknum á sunnudagsmorgni þarna vestur i Oregon, hvíld og i góðu skapi og nú er fylkissýningin i dag. Þangað fara allir, sem vettlingi geta valdið, þvi að íylkissýningin er einhver stærsti viðburðurinn á sumrinu, ekki sizl fyrir okkur Islendingana, sem sjaldan eigum þess kost að sjá stóra landbúnaðarsýningu. Við fáum okkur lánaðan bil og ökum niður í l)orgina Salem og utan við hana finnum við sýningarsvæðið. Við leggjum bílnum á bíla- stæðið þar, sem hundruð bíla eru fyrir, greiðum bálfan dal við hliðið og förum síðan að svipast um. Hvernig væri að líta inn í skálana, þar sem búféð er sýnt? Jú, það er sannarlega ómaksins vert. Þarna er mikið af fallegum gripum, flokkaðir niður eftir kynjum. Þarna eru snotrar Jersey kýr og kálfar í einni deild, stórar svart-skjöldóttar Holstein kýr í annarri. Þarna eru rauðir nautgripir með bvitan haus, Hereford stendur á spjaldinu, lioldanautgripir, sem hvarvetna má sjá í vesturfylkjunum og þarna er hinn svarti Aberdeen Angus svo feitur, að mann dreymir vart hrút nýkom- inn af fjalli heima á Islandi með blutfallslega breið- ara bak. Við höldum áfram, sjáum sauðfé af ýmsum kynjum, svín, hross o. fl. Svo komum við i eina deildina enn og þar virðist okkur öðru vísi umhorfs. Þar eru margir fallegir gripir en þeim virðist öllum blandað saman og ekki hvert kyn út af fyrir sig. Á einum básnum stendur ljómandi falleg kviga af Guemsey kyni, gljáandi og fjörugur Browin Sviss kálfur á þeim næsta og á þeim þriðja ung kýr af Ayrshire kyni. Hinu megin við gagn- inn er svo kannske ársgamall Hereford boli með gljáandi horn og hring í nefinu og rauðgrá kvíga af stutthyrn- ingakyni. Skammt frá eru svo kindur og svín í stíum. Þarna sjáum við líka mikið af ungu fólki, stráka og stelpur á aldrinum á að gizka 12—20 ára og það er þama að störfum. Sumir eru að vatna gripunum og gefa þeim

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.