Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1952, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.07.1952, Blaðsíða 12
(50 SKTNFAXI íslenzk skáld og rithöfundar V. TÓMAS GUÐMUIVDSSOK Síðan ljóðabók Tómasar Guðmundsson- ar, Fagra veröld, kom út haustið 1933, mun hann almennt talinn listhagast Ijóð- skáld meðal samtíðarmanna sinna. Enda skipaði sú bók honum þegar sæti meðal þjóðskálda. Það, sem einkum einkennir skáldskap Tómasar Guðmundssonar er frábær form- fegurð, samfara einfaldri og ljósri fram- setning þess, sem honum býr í brjósti hverju sinni. Ljóð lians eru gædd mikilli tómas guðmundssdn lífsgleði og sérkennilegri kýmni, þótt und- irstraumurinn sé einatt alvarlegur og saknaðarhreimur í röddinni, þegar skáldið minnist hinnar frjálsu æskuára, sem þó gefa að öðrum þræði ástæðu til glaðra og góðra minninga. Hann gleðst innilega yfir því, sem er fag- urt í mannlífinu, en beitir góðlátlegu skopi gagnvart því, er honum finnst miður um. Tómas hefur verið réttnefndur skáld Reykjavíkur, því að lífið í höfuðborginni hefir orðið honum tíðara yrkisefni en öðrum skáldum þannig, að hann hefur brugðið rómantízkum blæ yfir hversdagslega hluti borgarinn- ar og atvik hennar. Enda þótt flest ljóðin í Fögru veröld væru helguð lífinu í Reykjavík, voru efniviðir í ýms þeirra á fjar- lægari fjörur sóttir, eins og t. d. Japanskt ljóð, eitt bezt gerða lýriskt Ijóð á íslenzka tungu. Tómas Guðmundsson er fæddur 6. janúar 1901 að Efri-Brú í Grímsnesi, bóndasonur. Hann varð stúdent 1921 og lauk em- bættisprófi í lögfræði 1926. Var málflutningsmaður í Reykja- vík 1926—-1929. Aðstoðarmaður í Hagstofu íslands 1928 til árs- loka 1943. Var ritstjóri tímaritsins Helgafells, ásamt Magnúsi Ásgeirssyni, 1942—1946. Formaður í Rithöfundafélagi íslands og Bandalagi ísl. listamanna um skeið. Eftir T. G. hafa komið út þessar ljóðabækur: Við sundin blá (1925; II. útg. 1950). Fagra veröld (nóv. 1933; II. útg. des. ’33; III. útg. des. ’34; IV. útg. sept. ’46). Stjörnur vorsins (1940). Fljótið helga (1950). Ljóðabókin Fagra veröld hefur komið út í franskri þýðingu, lítið eitt stytt. Auk þess hafa ljóð Tómasar verið þýdd á Norðurlandamálin, ensku og þýzku. — T. G. hefur síðasta áratuginn helgað sig ritstörfum og skáld- skap. Hann er búsettur í Reykjavík.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.