Skinfaxi - 01.07.1952, Blaðsíða 31
SKINFAXl
79
unum okkar frá foreldraheimilunum út i heræfingar
talsverðan tíma af ævi þeirra.
1 stað heræfinga og allt annars eðlis, var uppi all mikil
hreyfing á fyrstu árum ungmennafélaganna, er nefndist:
Þegnskylduvinnuhreyfingin. Það var hreyfing, sem illu
heilli hefur aldrei sigrað. Hún var fólgin í því, að hver
æskumaður væri skyldugur að vinna a. m. k. nokkrar
vikur þegnskylduvinnu, án kaups, tii gagns sér, landi
sínu og þjóð. Var þetta jafnframt hugsaður skóli fyrir
æskumennina um leið og mörg umbótamál voru fram-
kvæmd fyrir almenning, sem gerðu landið betra og
byggilegra.
Góð mál verða aldrei gömul. Hví ekki að stytta dá-
lítið langt skyldunám unglinganna við erlendan tungu-
málagraut og annað misjafnlega nauðsynlegt á skóla-
bekkjum inni. Hvíla þá stund, en hefja síðan aftur já-
kvætt og lifrænt nám og starf við framkvæmdir, sem
allsstaðar biða í hinu litt numda landi okkar. Þegn-
skylduvinnan væri góð hermennska fyrir land og lýð
og vísaði öðrum þjóðum framtiðarleiðina, þótt frá litlu
þjóðinni kæmi norður við heimskautsbauginn.
Eitt af skyldunáminu og skylduverkunum ætti að
vera bygging æskumannaheimila. Æskunni er eigin-
legt að vinna fyrir framtíðina, sem er þá oft um leið
hennar eigin framtíð.
Framtíðarverkefni. Þessi æsku- og gestaheimili ættu
ekki að vera neinar tildurs- eða „lúxus“ hallir, heldur
lagleg snyrtileg hús með rúmgóðum ræktuðum blettum
umhverfis, með blóma- og trjárunnum hér og þar. Húsið
þarf að vera búið vistlegum húsgögnum, svo þar verði
heimilislegt fyrir íhúana í framtíðinni, hvort þeir húa
þar nokkra daga, nokkrar vikur, mánuði eða ár. Vinna
allt í þegnskylduvinnu, sem mögulegt er. Þjóðfélagið
legði fram efni, leiðbeiningar og verkstjórn.
Við hvert hús þyrfti svo að myndast félag, þar sem