Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.07.1952, Side 28

Skinfaxi - 01.07.1952, Side 28
76 SKINFAXI Og hvar sem ég lít er ljósbros eitt, í litlu stofunni er bjart og lieitt, frá dagstriti iivílist þar liöfuð þreytt í heimilisfriðarins ríki.“ Heimili Y.M.C.A. Svo eru önnur heimili, heldur en fjölskyldu-einkaheimilin, sem eru nauðsynleg og eí'tir- sóknarverð, bæði fyrir menn sem ekki eiga einkaheimili né athvarf á þeim og margskonar ferðamenn og starfs- menn starfsmenn, sem oft verða að dvelja fjarri heimilum sínum t.d. sjómenn o. m. fl. Þó er hér mest um að ræða æskumenn, sem ekki hafa enn stofnað einkaheimili. Á ferðalagi minu núna hefi ég einkum kynnst einni tegund slíkra æskumannaheimila og það að mjög góðu. Þetta eru heimili Kristilegs félags ungra manna, þekkt allsstaðar í enskumælandi löndum undir skammstöl'un- inni Y.M.C.A. Aðsetur sitt hefur Y.M.C.A. oftast í eigin byggingum í miðri hverri stórborg, þar sem bezt liggur við samgönguleiðum. Ég komst fljótt að raun um, að fyrir mig var Y.M.C.A. af mörgum ástæðum bezti staðurinn til að búa á. Þar liggja gagnvegir, þar er ódýrast, allt laust við tildur og prjál, hreinlegt, þar er mest af heilbrigðu athafnalífi fyrir gestina, víða bannað að reykja í borðstofunum og allstaðar lítið um reykingar, aldrei hef ég séð þar ölvað- an mann innan veggja, þar er eins og megi treysta að ekki sé stolið af manni né „grunaður“ í viðsldptum. Fólkið venjulega látlaust og vingjarnlegt og jafnan hoðið og búið að leiðbeina og hjálpa, ef með þarf. Svona mætti fleira telja svipað þessu. Ég hef líka alltaf búið á Y.M.C.A.-heimilum, þegar l>ví var við komið í Ameríku, Hawaii, Nýja-Sjálandi og Ástralíu. Einstaka sinnum hefur verið svo fullt, að ekkert rúm hefur verið laust og stundum hefur verið tekið fram, að ekki væri hægt að lána herbergi um helg- ar, því þá þyrftu svo margir félagsmenn á þeim að halda

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.