Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1952, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.07.1952, Blaðsíða 10
58 SKINFAXI sem var fyrirvinnan á heimilinu. Þrívegis nam Stephan nýtt land í Ameríku. — Braut til ræktunar nýja jörð og hyggði hús. Lifsharáttan var liörð og heimtaði mikið strit og langan vinnudag. Næturnar urðu að duga til ljóðasmíða, enda nefnir hann ljóð sín Andvökur. Ég ætla ekki að þylja ljóð hans hér. — Þau eru yfir- leitt hezt fallin til lesturs í einrúmi, og beztu perlurnar í Ijóðum hans eiga það sameiginlegt með ljóðum Einars Benediktssonar, að maður skilur þau fyrst að fullu, þegar maður hefur lært þau.-------------- Ég ætla ekki heldur að ræða hér frekar um skáld- skap hans og skáldfrægð. Sigurður Nordal hefur snilld- arlega lýst Stephani G. Stephanssyni og skáldskap hans í formála að úrvali á ljóðum hans. Ritgerð sú er tvímæla- laust snjallasta mannlýsing og gagnrýni, sem ég lief lesið. — -— — Ég minnist Stephans G. hér, fyrst og fremst til að rifja upp minningar minar frá þessari unaðsriku kvöld- stund, er ég sat andspænis Stephani G. Stephanssyni og naut þess aðhorfa á sviphreina, aldurhnígna,göfugmenn- ið og vildi að þessar minningar mínar frá einni kvöld- stund með Stephani G. yrðu til þess að einhver æsku- maður, sem enn hefur ekki veitt skáldskap hans at- hygli neyti nú færis til að kynna sér hann. — ----- Og eg er þess fullviss, að Stephan G. hefur að gáfum og manngildi horið höfuð og herðar yfir mörg þau stór- menni veraldar, sem hæst er hossað. Hann, sem ætíð tók málstað lítilmagnans og fyrirleit hnefaréttinn.--------- Hann, sem bar svo djúpa virðingu fyrir dásemdum lífsins, að hann hefði aldrei getað fórnað lífi eins smá- fugls, sér til hagnaðar.------- Ljóð hans og ritgerðir eru ómetanlegur fjársjóður hinnar íslenzku þjóðar, en þó vil ég taka undir orð eins snjallasta ræðumannsins, sem talaði fyrir minni skálds- ins 24. júní 1917, Ásgeirs Ásgeirssonar. Hann sagði, að

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.