Skinfaxi - 01.07.1952, Blaðsíða 18
66
SKINFAXI
ein valin til þess að liljóta 1. verðlaun. Hún hefur
saumað fallega dragt og húfu í stil við hana. Hún fær
stóran blómvönd og þar, sem hún er fylkissigurvegari
í þessari grein, þá fær hún ókeypis ferð á ársþing 4-H
félaganna, sem haldið verður í Chicago seint í nóvem-
ber. Ferðalag þvert yfir landið, vikulangt ljómandi æfin-
týri í Chicago, þar sem hún keppir við stallsystur sínar
úr öðrum fylkjum Bandaríkjanna og kannske sigrar
hún og vinnur 300 dala námsverðlaun og ýmsan ann-
an lieiður.
En hver er þá þessi félagsskapur, þessi 4-H? Er það
einhver félagsskapur þarna vestur á Kyrrahafsströnd,
sem hefur það fyrir mark og mið að vinna verðlaun á
sýningum? Nei, við hefðum ekki þurft að ferðast 5000
km þvert yfir Bandaríkin, til þess kynnast lionum, því
4-H hreyfingin er mjög útbreidd um öll fylki Banda-
ríkjanna. 1 Purto Rico, á Hawaii, Alaska og í Kanada
starfar hún með sama sniði. Á síðari árum liefur félags-
skapurinn líka breiðst út til Evrópu, svo þar má nú
víða finna þessa hreyfingu, þótt hún starfi þar ekki
eftir nákvæmlega sömu reglum og í Bandaríkjunum.
4-H hreyfingin er stofnuð á föstum grunni í Banda-
ríkjunum árið 1914, en þá eru fyrst sett lög um þessa
starfsemi. Áður störfuðu þó víða einstök l'élög að sömu
málefnum. Félagsskapurinn starfar á vegum landbún-
aðarráðuneytisins og er einn liðurinn í útbreiðslu- og
fræðslustai'fsemi þess og ekki sá þýðingar minnsti.
Þetta er félagsskapur unglinganna i deifbýlinu og
árlega taka þátt í honum um 2 milljónir ungra pilta og
stúlkna á aldrinum 10—20 ára, en það eru aldurstak-
mörkin. 4-H félögin eru ekki bundin við neitt ákveðið
landsvæði eða sveit. 5 unglingar eða fleiri í einhverju
byggðarlagi, hverfi eða þorpi, geta tekið sig saman og
stofnað sitt 4-H félag. Oft eru þau lika stofnuð í sam-
bandi við skólana. Starfsemin er venjulega skipulögð
á haustin. Það þarf að kjósa foringja úr hópnum og