Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1952, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.07.1952, Blaðsíða 11
SKINFAXI 59 þótt ljóð Stephans væi’u góð, þá væru þau aðeins brot af honum sjálfum. — Mér er enn í minni veðurbitna skarpleita andlitið með augunum fögru. - Mér er hann enn í minni, þar sem hann sat, sæll og glaður, meðal Ungmenna Íslands í boði þeirra. Fá af þessum ungu vinum þekkti hann persónulega og þeir liöfðu aðeins kynnzt honum í ljóðmn hans, en hann tók hressilega i hönd þeirra, þúaði alla og liafði lag á því að þakka öll minni og lofræður með einni snjallri setningu eða stuttri tölu, en þannig, að öllum fannst að svona hefði átt að segja þetta en öðruvísi ekki.-------- Ég skil það enn þá betur nú, að þetta kvöld hef ég setið að borði með einum göfugasta syni vorrar gáf- uðu íslenzku þjóðar.--------- Ég get ekki endað þessi fáu orð mín, án þess að minna á það, að það voru æskumenn Islands, sem áttu frum- kvæði að því, að þessi fjarlagi sonur Islands fékk að sjá sitt kæra föðurland. Tillagan um heimboðið birtist fyrst í blaði U.M.F.I. Skinfaxa, og ákvörðun um heimboðið er tekin á ung- mennafélagsfundi af fátækum bjartsýnum ungmenn- um. Æskan er heppin, þegar henni auðnast að hrinda í framkvæmd góðum málum. — Það gerðu ungmenna- félagar Islands árið 1917, er þeir áttu frumkvæði að heimboði Stephans G. Bók ungmennafélaga. Ungmennafélag íslands hefur útvegað nokkur eintök af bók Jens Marinus Jensen, Ad nordlige Veje, sem segir frá starfsemi ungmennafélaga á Norðurlöndum og heimsókn til peirra allra. Þar er skemmtilegur þáttur um ferð höfundar til íslands sum- arið 1949 og U.M.F.Í. Verð bókarinnar er kr. 25.00 ísl. auk kostnaðar við póstsendingu. Ungmennafélagar, sem hug hafa á að eignast þessa bók, ættu að skrifa eftir henni sem fyrst til U.M.F.f.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.