Skinfaxi - 01.07.1952, Blaðsíða 29
SKINFAXl
77
Gisfiiieimili Y.M.C.A. í Honolulu á Hawaii.
og þeir yrðu að ganga fyrir öðrum. Þannig var það t.d.
á Honolulu og víðar.
Eitt af því, er ég taldi Y.M.C.A.-heimilunum til gildis
var, að þar væri völ á heilbrigðu athafnalífi. Þar eru
salir fyrir ýmsa kúlu- og knattleiki, sem ungir menn
virðast mjög hrifnir af. 'Sundlaugar í húsinu eða við
það, eingöngu til afnota fyrir húsbúa. Leikfimis- og
iþróttasalir. Sérstök herbergi, þar sem næði er til þess
að lesa, skrifa, tefla, spila o. s. frv. Einhversstaðar er
oft dansað 1—2 klukkustundir að kvöldinu. Þá er
einnig söngur og samkomur daglega.
Svefnherbergi eru á efri hæðunum. Oftast fremur
lítil, með 1—2 rúmum og nauðsynlegustu húsgögnum.
Steypiböð og önnur hreinlætistæki eru á hverri hæð
fyrir þá, sem þar búa. Sérstakt herbergi, með heitu og
köldu vatni er í heimilunum fyrir þá, sem vilja þvo
föt sín og slétta.
1 stærri borgunum búa í þessum heimilum oft svo
skiptir hundruðum manna. Mest ungir menn, þótt roskn-
ir og aldraðir fljóti þar með. Einkum þeir, sem jafnan