Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1952, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.07.1952, Blaðsíða 24
72 SKINFAXI Stjórn og fulltrúar U.S.A.H. á aSalfundi 1951. ur sambandið skemmtiviku, þar sem fram fer fyrir- lestrar, leiksýningar, kvikmyndasýningar, kórsöng- ur, einsöngur og dans. Ein slík fór fram á síðastliðnu vori. Aðalfundur sambandsins byrjaði 30. apríl. Að honum loknum, 1. mai síðd., byrjaði „Húnavakan“. Þar fóru fram kvikmyndasýnirigar. Sýndar voru myndirnar „Ráðskonan á Grund“ og „Björgunar- afrekið við Látrabjarg“ (il skiptis öll kvöldin. Hér- aðslæknir P. V. G. Kolka flutti ferðaþætti (fyrirlestra) um för sína til Vesturheims. Mjög fróðleg og skemmti- leg erindi og sögð af leikni og smekkvísi Kolka lækn- is. Þá sýndu tvö félög sjónleiki. Umf. Fram í Höfða- kaupslað sýndi sjónleikinn „Pósturinn kemur“ und- ir leikstjórn Bernódusar Ólafssonar og Leikfélag Blönduósinga sýndi sjónleikinn „Hallsteinn og Dóra“ undir leikstjórn Tómasar R. Jónssonar. Voru báðir þessir leikir sýndir við liúsfylli öll kvöld „vökunn- ar“. Má af því einu marka, að leikjum þessum var tekið mjög vel af áhorfendum, enda leikstjórn öll

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.