Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1952, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.07.1952, Blaðsíða 17
SIÍINFAXI 65 sem glæsilegt úrval garðávaxta er til sýnis. Þar eru karftöflur, gulrætur og kál, risavaxnar melónur og ýmsar aðrar jurtir, sem við Islendingarnir höfum aldrei fyrr séð. Þarna til hliðar er líka deild með niðursoðnu grænmeti og ávöxtum og á öðrum stað er mikið af fallegum smíðisgripum saumaðir kjólar og ýmsar hann- yrðir. Fáni með fjögurra laufa smáranum á hvíta feld- inum gefur okkur til kynna, að þetta sé allt framleitt og sýnt af félagsmönnum úr 4-H-félögunum og á stóra spjaldinu þarna fyrir ofan stendur: „Þessir 4-H félagar bættu það bezta“. Ef við nú efumst um, hvers vegna verið sé að sýna þetta allt, þá skulum við víkja til liliðar inn í sal þar sem fjöldi fólks er samankomið. Þarna er upphækkað svið og það mætti ætla að þarna færí fram skemmti- legur leikur eða önnur skemmtiatriði. En svo er þó ekki beinlínis. Þarna á sviðinu birtist hópur ungra stúlkna í fallegum búningum, sem þær hafa saumað sjálfar og nú eru þær að keppa um verðlaun fyrir verk sín. Þær brosa þarna á sviðinu og reyna að bera sig sem bezt, breiða úr kjólunum sinum og snúa sér í hringi til þess að allir megi sjá, hve vel þeir fara. Að lokum er Félagar úr 4 „H“ annast stundum útvarpsþætti. Hér sjást nokkrir þeirra ræða saman viS hljóðnemann um áhugamál sín og viðfangscfni. 5

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.