Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1952, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.07.1952, Blaðsíða 20
68 SIÍINFAXI niður grænmeti og ávexti, sauma flikur o. s. frv. Mörg viðfangsefni eru ótalin. Meðlimirnir halda skýrslur um þessi störf sín, sem ráðunautar landbúnaðarráðuneytis- ins síðan vinna úr. Landbúnaðarráðuneytið ver árlega miklu fé til upplýsingastarfsemi i 4-H málunum og í ýmsa aðra hjálp við félagsskapinn. Fundir eru haldnir i félögunum, venjulega einu sinni í mánuði, ol'tast á heimilunum eða þá i skólunum. Þar ræða félagarnir störf sín, taka við leiðbeiningum frá leiðtoganum, æfa sig í málflutningi og skemmta sér ef til vill á eftir. En hvað merkir heiti félagsins og tákn þess, fjór laufa smárinn með H-unum? Jú, H-in eru upphafsstafirnir í þessum fjórum orðum: Höfuð — Hjarta — Hönd — Hreysti og þau eru bundin í heiti 4-H félaganna á þessa leið: Höfuð mitt skýrari hugsun. Hjarta mitt meiri skyldurækni. Hönd mína meiri afköstum. Hreysti mína betra lífi fyrir félag mitt, sveit og ættjörð. Þetta heit gangast allir 4-H félagar undir og það er gjarnan haft yfir á fundum og annarsstaðar, þar scm 4-H félagar koma saman. Stel'nuskrá eða boðorð 4-H félaganna liljóðar á þessa leið: „Ég trúi á starf 4-H félaganna fyrir það tækifæri er það veitir mér, til þess að verða nýtur borgari. Ég trúi á að leggja rækt við H-öfuð mitt, vegna þess afls er það mun veita mér til þess að hugsa, skipuleggja og álykta. Ég trúi á að leggja rækt við H-jarta mitt, vegna þess styrks er það mun veita mér, til þess að verða góður, samúðarríkur og sannur. Ég trúi á að leggja rækt við H-endur mínar, vegna

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.