Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1952, Blaðsíða 44

Skinfaxi - 01.07.1952, Blaðsíða 44
92 SRINFAXI 80 m. hlaup kvenna: Hildur Helgadóttir, Umf. Neista, 11.4 sek. Umf. Leifur heppni, Kelduhverfi, vann mótið með 51 stigi. Umf. Núpsveitunga hlaut 31 stig, Umf. Öxfirðinga 15 stig og Umf. Neisti 5 stig. Þessir einstaklingar hlutu flest stig: Guðmundur Theódórs- son (Ö) 13 stig, Árni Sigurðsson (N) 12 stig, Sigvaldi Jóns- son (L) 11 stig. Veður var kalt, þokuloft og rigning öðru hvoru. Mótið sóttu um 300 manna. MEISTARAMÓT ÍSLANDS var haldið í Reykjavik 18. og 19. ágúst. Er hér birtur fyrsti maður í hverri grein, svo lesendur geti haft það til saman- burðar við úrslit héraðsmótanna. 100 m. hlaup: Haukur Clausen, ÍR, 10,7 sek. 200 m. hlaup: Hörður Haraldsson, Á, 21,6 sek. 400 m. hlaup: Guðmundur Lárusson, Á, 49,9 sek. Hann varð einnig íslandsmeistari í 800 m. hlaupi, 1:59,6 mín. 1500 m. hlaup: Sigurður Guðnason, ÍR, 4:15,8 mín. 5000 m. hlaup: Stefán Gunnarsson, Á, 16:53,2 mín. 110 m. grindahlaup: Ingi Þorsteinsson, KR, 15,0 sek. Hann varð einnig íslandsm. í 400 m. grindahlaupi, 57,4 sek. Hástökk: Skúli Guðmundsson, KR, 1,80 m. Langstökk: Sigurður Friðfinnsson, FH, 6,88 m. Þrístökk: Kári Sólmundarson, Umf. Skallagr., 14,40 m. Stangarstökk: Kolbeinn Iíristinsson, Umf. Selfoss, 3,70 m. Kúluvarp: Sigfús Sigurðsson, Umf. Selfoss, 13,64. m. Kringlukast: Þorsteinn Löve, ÍR, 45,25 m. Spjótkast: Jóel Sigurðsson, lR, 56,56 m. Sleggjukast: Vilhjálmur Guðmundsson, KR, 45,20 m. 100 m. hlaup kvenna: Sesselja Þorsteinsdóttir, KR, 13,1 sek. Hástökk: Nína Sveinsdóttir, Umf. Selfoss, 1,30 m. Kúluvarp: Sigríður Sigurðardóttir, ÍBV, 9,50 m. Kringlukast: María Jónsdóttir, KR, 36,12 m. Hér að framan eru taldir íslandsmeistarar í 20 greinum. Marg- ir kunnir íþróttamenn, sem urðu íslandsmeistarar í fyrra, voru nú erlendis og tóku ekki þátt í keppninni. Árangur á þessu móti er líka sýnu lakari. ÖNNUR ÍÞRÓTTAMÓT. Umf. halda mörg i þróttamót, auk héraðsmótanna. Ýmist innanfélagsmót eða tvö nágrannafélög og stundum fleiri keppa saman. Sú starfsemi fer stöðugt vaxandi. Skal hér getið nokk- urra, sem Skinfaxa er kunnugt um.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.