Skinfaxi - 01.07.1952, Blaðsíða 7
SKINFAXI
55
nefnd, sem skyldi standa fyrir fjársöfnun og bera veg
og vanda af heimboðinu. — Hugsjónin varð að veru-
leika. Skáldið þá boðið.
Veturinn liður. — Vorið gengur í garð. Stephan G.
Stephansson er komi'nn heim. Margar sat hann veizlurn-
ar og mikið var um hann skrifað og talað. Eg vann
það vor í Reykjavík og heyrði öðru hvoru þytinn af
því sem gerðist, en ég sat aðeins eina veizluna.
Það var að kvöldi hins 24. júni 1917, sem ungmenna-
félögin i Reykjavik héldu honum samsæti.---Margir
ungmennafélagar úr Reykjavík voru þá komnir viðs-
vegar i atvinnuleit svo að samsætið varð ekki fjöl-
mennt, en „stemningin“ var góð. Skeifuborðið var
dúkað og nú var sezt að kaffidrykkju. — Ég hlaut sæti
innan i skeifunni beint á móti Stephani G. — Þarna
voru margar góðar ræður fluttar og mörg falleg kvæði
framsögð, en minnisstæðastur af öllu er mér maðurinn
sjálfur. — Skáldið, er sat þarna mitt á meðal ungling-
anna, aldraður að áratölu, en yngstur í anda.-----
Þarna sat hann fyrir miðju horði, meðal maður á
hæð. — Andlitið holdskarpt og hrukkótt og sýndist
við fyrstu sjón ófrítt, — — en úr augunum geislaði
andlegt fjör ---gáfur og mannkærleiki, svo að jafn-
vel óþroskuðum unglingunum duldist ekki, að þarna
sat eitt-af mikilmennum íslenzkrar þjóðar. ----- —
Hann var fáorður og hélt stuttar tölur, en hvert orð
hans verrndi okkur að innstu hjarta rótum, og allt sem
hann sagði var sagt af alvöru og einlægum huga. Hann
var hræðrur og innilega þakklátur, og kom það meira
fram í svip og látbragði en löngum ræðum.---------
Hann sat þarna mitt á meðal þeirra ungmenna, sem
frumkvæðið áttu að því, að hann gat loks komizt
heim, en heim liafði hann alla æfina langað, en þessi
mikli andans jöfur hafði af fjárhags ástæðum aldrei
átt þess kost fyrr.-----
En hvers vegna langar hann heim? — Því lýsir eng-