Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.07.1952, Page 35

Skinfaxi - 01.07.1952, Page 35
SKINFAXI 83 Stjórn Islenzkra getrauna hefur ráðið 25 umboðs- menn í Reykjavík og 17 utan Reykjavíkur, fjölgar þeim væntanlega síðar. Hún hefur ráðið aðstoðarmann fram- kvæmdarstjórans, Sigurgeir B. Guðmannsson stúdent í Reykjavík. Iþróttahreyfingin bindur miklar vonir við fjárhags- legan stuðning af rekstri þessa fyrirtækis. Enda er það ekki að ástæðulausu, ef þessi starfsemi fær jafn góðar undirtektir og á Norðurlöndum og Bretlandi. 1 Bret- landi tekur þriðji hver maður þátt í henni og í Finn- landi fimmti hver maður. Enska knattspyman er allstaðar lögð til grundvallar, en leikir i heimalandi og öðrum Norðurlöndum teknir til uppfyllingar, einkum þann tíma, sem enska knatt- spyrnan liggur niðri, sem er maí—júh. Þannig mun og framkvæmdin verða hér á landi. Vei'ð á einni röð get- raunaseðils er ákveðið kr. 0,75. Á hverjum seðli eru átta raðir og kostar því kr. 6,00 að fylla hann allan út. Skrifstofa stofnunarinnar í Reykjavík er að Laugar- ásveg 37. D. Á. Sambandsþing U.M.F.Í., það 17. í röðinni, verður haldið að Eiðum 3. og 4. júli í sumar. Héraðssamböndin kjósa þangað fulitrúa, einn fyrir hverja 120 félagsmenn, og afgang, nái hann helmingi. Einstök félög, sem eru í U.M.F.l. án milligöngu héraðssambanda, senda fulltrúa eftir sömu reglu. Æskilegt er, að þeir sem vildu leggja sérstök mál fyrir þingið tilkynni stjórn U.M.F.Í. um þau nokkru áður. Skipuð nefnd í starfsíþróttir. Búnaðarfélag fslands liefur gengist fyrir því, að nefnd yrði skipuð til þess að semja reglur fyrir starfsíþróttir, samkvæmt samþykkt síðasta Búnaðarþings. Þorsteinn Einarsson frá U.M. Eí., Þorsteinn Sigurðsson frá B. í., Árni Eylands frá landbún- aSarráðuneytinu og Sæmundur Friðriksson frá Stéttarsambandi bænda. 6*

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.