Skinfaxi - 01.07.1952, Blaðsíða 36
84
SIvINFAXI
Daníel F. Teitsson, Grímarstöðum:
Treystum félufjsböntliu
Ort í tilefni af 40 ára afmæli Umf. íslendings, Borgarfirði,
12. desember 1951.
„Allt er fertugum fært“. Þá er flest orðið lært,
þeim sem fræðist og leitar með gát.
Finnur samtakamátt, þar sem smátt stefnir hátt
og það sameinað verður ei mát.
Styrkjum þrek vort og hönd, því að hér er vor strönd,
sem að heitin var forðum í arf.
Prýðum, fegrum vorn reit, þó að fátæk sé sveit,
það er fallegt og göfgandi starf.
Sinnum íþróttaþörf, gegnum öll okkar störf,
því að átakið fæst bezt með því.
Þá mun æskunnar þor, létta ævinnar spor,
svo að ellin er brosandi og hlý.
Hreinsum, fegrum vort mál, því að fátt reynist tál,
sem er framsett af íslenzkri þörf.
Því að móðirin góð, kenndi mörgum þau Ijóð,
sem að móta vor helgustu störf.
Berum fána vorn hátt, verum fórnfús og sátt,
því að framtíðin æskunnar er.
Styðjum öll hennar störf, sem að stjórnast af þörf,
móti straum þeim, sem afvega ber.
Verum hugsandi vel, verjum vorhug gegn hel,
sannir verum og hreinir í lund.
Þá mun foreldra val, gefa fljóði og hal,
allt það fegursta á komandi stund.
Yfir höfin og lönd, liggja hugsanabönd,
og vort hlutverk er nytsamt og þarft.
Upp með fána vors lands. Upp með frelsi hvers manns.
Upp með friðarljós heilagt og bjart.