Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1952, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.07.1952, Blaðsíða 30
78 SKINFAXI kunna bezt við sig með frjálslegu og heilbrigðu æsku- fólki, þótt árunum fjölgi. Hinir, sem telja sig fínni en allan almenning og honum æðri, fara á „luxus“ hótelin, þar sem allt er klætt flosi og purpura-gulli og silfri — og dýrindis matföng á borð borin. Ég hef aldrei verið í Y.M.C.A. félögunum, en eftir viðkynninguna við heimili þeirra á þessu ferðalagi eiga þau miklu lilýrri ítök i mér en áður. Ungmennafélagsheimili. I Noregi kynntist ég fyx-ir löngu síðan gestaheimilum ungmennafélaganna, en þau höfðu annars svipaða starfshætti og Umf. heima. Noi'sku ungmennafélagsheimilin voru einkum fyrir félagsmenn- ina sjálfa og gesti, sem að gai'ði bar i borgum og bæjurn. „Bondeheimen“ var næstum allstaðar um landið og þar var víða ódýrt og gott að koma fyrir fei'ðamenn. Þvi rniður hafa Umf. á Islandi lítið gert að því að koma upp shkum heimilum, þó er það nauðsynjamál þar, eins og annarsstaðar. Mörg Umf. hafa þó reynt að mynda sér nokkui’s konar félagsheimili, einkum á seinni árum. Þau eiga myndarleg samkomuhús eða hlut í húsi móti öðrum lelögum. Er að þessu hin mesta framför. En stundum verða félögin vegna fjái’hagsöi’ðugleika að auglýsa dansleiki fyrir alla, sem koma vilja. Fylgir þessu þráfaldlega hinn óhugnanlegasti di’ykkjuskapui', sem veldur húsráðendum hinum mestu áhyggjum. Góð mál eldast ekki. Eitt af því ömui'legasta, sem ég sé út í heinxi, er hinn mikli fjöldi af ungum mönnunx i herklæðum. Á æskuárunum enx þeir skyldaðir í lengi'i eða skemmi’i tíma til þess að æfa sig í að vera duglegir að drepa menn, sem í öðrum löndum eru að æfa sig í sama tilgangi. Vitna ekki þessir stóru hópar af ungum mönnurn í herklæðum um svartan blett á sambúðai’- háttum mannanna? Málsbætui'nar eru svo þæx’, að verja þurfi sig og sína og margt það, sem hvei'jum manni er kærast. Og hvei’su lánsamir erum við ekki á garnla Fróni, að þurfa ekki að vera að þi’engja æskumönn-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.