Skinfaxi - 01.04.1956, Side 1
Skinfaxi, I. 1956.
Ritstjóraþankar
LYÐVELDISBRAUT.
Um þessar mundir er mjög ofarlega á baugi með
þjóðinni, hvernig takast megi í náinni framtíð að leggja
varanlega vegi um landið. Hefur þetta mál allmikið
verið rætt á Alþingi undanfarið, og ýmsar raddir kom-
ið fram um það, hve'rnig unnið skuíli að þessu verkefni.
Sérfræðingar hafa reiknað út, að traustir, malbikaðir
eða steyptir vegir yrðu geipidýrir, — svo dýrir, að þjóð-
in fengi vart undir þeim risið nema með sérstökum ráð-
stöfunum.
Við Islendingar búum í stóru og strjálbýlu landi, og
allir flutningar hljóta því að verða óeðlilega dýrir. Við
búum við fábreytileg farartæki á landi, bíllinn er þar
or&inn eina samgöngutækið að heita má. Bílum hefur
líka fjölgað stórkostlega á síðustu árum. Það gefur því
augaleið, að vegina verður að bæta. Því verri og ótraust-
ari sem vegirnir eni, því styttra endast farartækin, og
því meiri verða fjárútlát þjóðarinnar. Það er því þjóð-
arnauðsyn að hefjast nú þegar handa unn lagningu
traustra og varanlegra vega.
Það er augljóst mál, að fyrsta verkefnið í þessum
vegamálum er að leggja um landiið rammgerða hring-
braut, er tengi saman landsfjórðunga og helztu byggð-
arlög. Þessi landshringbraut þarf að vera svo vel úr
garði gerð, að hún fullnægi lcröfum tímam,na um langa
fnamtíð. Til hennar má ekki spara, hún á að byggj-
ast á fullkomnustu sérþekkingu og úr hinu bezta fáan-
lega efni. — Og getur þjóðin sýnt manndóm sinn á
öllu glæsilegri hátt en þann að sameina alla krafta sína
um að lyfta því Grettistaki að leggja myndarlegan,